Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 19. mars 2019 23:19
Elvar Geir Magnússon
Björn Bergmann tæpur fyrir Andorra?
Icelandair
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talsvert hefur verið rætt um ástæðuna fyrir því að Viðar Örn Kjartansson hafi skyndilega verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi landsleiki, eftir að hafa sagst vera í fríi frá landsliðinu.

Margir töldu að innkoma Viðars væri merki um að Alfreð Finnbogason væri tæpur en hann blés sjálfur á það.

Fótbolti.net spurði fjölmiðlafulltrúa KSÍ að því hvort ástæðan væri sú að einhver leikmaður væri tæpur en spilum var haldið þétt að sér og ekkert meira gefið út.

Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari sagði svo síðar við RÚV að ástæðan fyrir því að Viðar kæmi inn væri sú að Björn Bergmann Sigurðarson væri að glíma við meiðsli.

„Björn Bergmann er aðeins að kljást við smá meiðsli sem við héldum að við værum með betri stjórn á en raun ber vitni þannig að við vildum kalla hann inn til að hafa allan varann á," sagði Freyr við RÚV.

Sjá einnig:
Alfreð: Innkoma Viðars tengist mér ekkert
Viðar afskrifar ekki að snúa aftur í landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner