Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. mars 2020 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar minnist Whittingham: Jarðbundinn og geðgóður
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson missti fyrrum samherja sinn og góðan vin í vikunni þegar Peter Whittingham lést á sjúkrahúsi.

Whittingham, sem var aðeins 35 ára, lést af áverkum sínum eftir að hafa dottið niður stiga og rekið hausinn illa í.

„Ég er algjörlega í molum eftir að hafa heyrt af andlátinu þínu. Þú fórst alltof snemma frá okkur og þín verður sárt saknað kæri vinur!" skrifaði Aron Einar í færslu á Instagram.

„Ég elskaði hverja einustu mínútu sem ég deildi með þér. Þú hjálpaðir mér í gegnum aðlögunarferlið hjá Cardiff með þínum jarðbundna og geðgóða persónuleika.

„Hugsanir mínar eru hjá Amöndu, fjölskyldu þinni og vinum. Hvíl í friði vinur minn."


Aron Einar og Whittingham léku saman í sex ár, frá 2011 til 2017.


Athugasemdir
banner
banner
banner