Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   sun 19. mars 2023 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Allt kolvitlaust á Old Trafford í ótrúlegri endurkomu
Mitrovic fékk rautt spjald.
Mitrovic fékk rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Manchester Utd 3 - 1 Fulham
0-1 Aleksandar Mitrovic ('50 )
1-1 Bruno Fernandes ('75 , víti)
2-1 Marcel Sabitzer ('77 )
3-1 Bruno Fernandes ('90 )
Rautt spjald: Aleksandar Mitrovic, Fulham ('72)Willian, Fulham ('72)Marco Silva, Fulham ('72)

Manchester United er komið áfram í undanúrslit enska bikarsins eftir ótrúlegan sigur á Fulham.


Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en það fór allt á fullt í þeim síðari.

Strax eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Aleksandar Mitrovic og kom Fulham í forystu þegar hann kom bltanum í netið eftir hornspyrnu.

Útlitið var gott fyrir Fulham en þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka hrundi allt.

Jadon Sancho komst í dauðafæri en Willian bjargaði á línu, leikmenn Manchester United öskruðu eftir vítaspyrnu og Chris Kavanagh dómari fór í skjáinn og sá að Willian kýldi boltann og dæmdi vítaspyrnu.

Meðan hann var að skoða atvikið sagði Marco Silva stjóri Fulham eitthvað við hann sem honum mislíkaði og gaf honum rautt spjald. Willian fékk einnig rautt spjald fyrir hendina.

Mitrovic var alls ekki sáttur með dóminn og fékk einnig að líta rauða spjaldið fyrir að stugga við Kavanagh. Þrjú rauð spjöld á sömu mínútunni!

Bruno Fernandes steig á punktinn og skoraði. Tveimur mínútum síðar skoraði Marcel Sabitzer þegar hann stýrði boltanum í netið af stuttu færi.

Bruno innsiglaði svo sigur United með marki í uppbótartíma. United mætir Brighton í undanúrslitum.


Athugasemdir
banner
banner
banner