Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. apríl 2021 09:23
Magnús Már Einarsson
Jose Mourinho rekinn frá Tottenham
Rekinn.
Rekinn.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar eins og Telegraph og The Athletic greina frá því í dag að Tottenham sé búið að reka knattspyrnustjórann Jose Mourinho úr starfi.

Mourinho tók við Tottenham af Mauricio Pochettino í nóvember árið 2019. Tottenham byrjaði núverandi tímabil vel og sat meðal annars á toppnum um tíma fyrir áramót.

Eftir áramót hefur hallað undan fæti en eftir 2-2 jafntefli gegn Everton á föstudaginn er liðið í 7. sæti, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

Tímasetningin á brottrekstrinum er áhugaverð en Tottenham mætir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins næstkomandi sunnudag.

Telegraph segir að Ryan Mason og Chris Powell muni stýra Tottenham á sunnudaginn og út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner