Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 19. apríl 2025 16:40
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Öruggt hjá Bayern - Mikilvægur sigur Freiburg
Harry Kane skoraði og átti síðan klúður tímabilsins nokkrum mínútum síðar
Harry Kane skoraði og átti síðan klúður tímabilsins nokkrum mínútum síðar
Mynd: EPA
Freiburg ætlar sér í Meistaradeild Evrópu
Freiburg ætlar sér í Meistaradeild Evrópu
Mynd: EPA
Bayern München er skrefi nær því að vinna þýsku deildina eftir að liðið fagnaði öruggum 4-0 sigri á Heidenheim á útivelli í dag.

Harry Kane, Konrad Laimer, Kingsley Coman og Joshua Kimmich gerðu mörk Bayern-manna.

Kane skoraði með flottu skoti rétt fyrir utan teig á 13. mínútu og gerði Laimer annað markið eftir að hafa sloppið í gegn aðeins sex mínútum síðar.

Kane átti líklega klúður tímabilsins rétt eftir markið hans Laimer er hann fékk boltann einhverjum hálfum metra frá markinu, en skallaði hann framhjá.

Bayern hélt áfram að sækja. Coman bætti við þriðja fyrir hálfleik með laglegu skoti úr þröngu færi og gerði Kimmich síðan út um leikinn snemma í síðari með skoti úr miðjum teignum.

Bayern með níu stiga forystu á toppnum þegar liðið á fjóra leiki eftir.

RB Leipzig fór illa að ráði sínu í 1-1 jafntefli gegn botnliði Holsten Kiel.

Shuto Machino kom gestunum óvænt yfir undir lok fyrri hálfleiks en eina mark Leipzig gerði Benjamin Sesko úr vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Freiburg nýtti sér þennan hiksta hjá Leipzig með að vinna Hoffenheim, 3-2. Lucas Holer skoraði tvö mörk og er Freiburg nú með 58 stig í 5. sæti, einu stigi frá RB Leipzig sem er í Meistaradeildarsæti.

RB Leipzig 1 - 1 Holstein Kiel
0-1 Shuto Machino ('44 )
1-1 Benjamin Sesko ('74 , víti)

Heidenheim 0 - 4 Bayern
0-1 Harry Kane ('13 )
0-2 Konrad Laimer ('19 )
0-3 Kingsley Coman ('36 )
0-4 Joshua Kimmich ('56 )

Werder 1 - 0 Bochum
1-0 Mitchell Weiser ('80 )
Rautt spjald: Ibrahima Sissoko, Bochum ('86)

Freiburg 3 - 2 Hoffenheim
1-0 Lucas Holer ('28 )
2-0 Ritsu Doan ('36 )
2-1 Andrej Kramaric ('45 )
2-2 Marius Bulter ('45 )
3-2 Lucas Holer ('57 )

Mainz 2 - 2 Wolfsburg
0-1 Maximilian Arnold ('3 )
1-1 Lee Jae Sung ('37 )
2-1 Dominik Kohr ('40 )
2-2 Denis Vavro ('89 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 31 23 6 2 90 29 +61 75
2 Leverkusen 31 19 10 2 66 35 +31 67
3 Eintracht Frankfurt 31 16 7 8 62 42 +20 55
4 Freiburg 31 15 6 10 44 47 -3 51
5 RB Leipzig 31 13 10 8 48 42 +6 49
6 Dortmund 31 14 6 11 60 49 +11 48
7 Mainz 31 13 8 10 48 39 +9 47
8 Werder 31 13 7 11 48 54 -6 46
9 Gladbach 31 13 5 13 51 50 +1 44
10 Augsburg 31 11 10 10 33 42 -9 43
11 Stuttgart 31 11 8 12 56 51 +5 41
12 Wolfsburg 31 10 9 12 53 48 +5 39
13 Union Berlin 31 9 9 13 31 45 -14 36
14 St. Pauli 31 8 7 16 26 36 -10 31
15 Hoffenheim 31 7 9 15 40 58 -18 30
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 31 5 7 19 45 74 -29 22
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner
banner
banner