Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 17:21
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Þróttur V. upp í annað sæti - Jafnt í Sandgerði
Alexander Helgason skoraði sigurmark Þróttara
Alexander Helgason skoraði sigurmark Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur fyrstu leikjum dagsins í 2. deild karla er lokið en Þróttur V. vann góðan 2-1 sigur á Leikni F. á meðan topplið Reynis S. gerði 2-2 jafntefli við Magna í Sandgerði.

Þróttarar unnu Leikni F. 2-1. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson kom Þrótturum yfir á 3. mínútu en heimamenn jöfnuðu rúmum stundarfjórðung síðar.

Þegar tólf mínútu voru eftir skoraði Alexander Helgason sigurmark Þróttara og sótti þrjú stig fyrir gestina. Þessi sigur kemur Þrótturum upp í 2. sæti með 12 stig eftir sjö leiki.

Reynir Sandgerði gerði þá 2-2 jafntefli við Magna. Magnús Magnússon kom Reyni yfir á 3. mínútu en Gauti Gautason jafnaði átta mínútum síðar.

Magnús náði aftur forystunni fyrir Reyni á 27. mínútu og stóðu leikar þannig í hálfleik. Magnús Sverrir Þorsteinsson var rekinn af velli á 57. mínútu og þurftu Reynismenn að leika manni færri síðasta hálftímann.

Það var því mikill skellur fyrir heimamenn þegar Diego Munoz jafnaði fyrir Magna undir lok leiksins. Lokatölur 2-2. Reynir S. er enn á toppnum með 13 stig en Magni í 10. sæti með 6 stig.

ÍR og Fjarðabyggð gerðu þá 1-1 jafntefli. Leiknum var seinkað um 45 mínútur þar sem leikmenn Fjarðabyggðar komust ekki í tæka tíð vegna vélarbilunar í flugvélinni á leið til Reykjavíkur.

Þeir komu vel stemmdir til leiks og komust yfir á 34. mínútu. Arnór Sölvi Harðarson gerði markið en svipað og í Sandgerði þá kom jöfnunarmarkið undir lok leiksins. Jordian G S Farahani gerði markið.

Lokatölur 1-1. ÍR í 4. sæti með 12 stig en Fjarðabyggð í 11. sæti með 4 stig.

Leiknir F. 1 - 2 Þróttur V.
0-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('3 )
1-1 Inigo Albizuri Arruti ('20 )
1-2 Alexander Helgason ('78 )

Reynir S. 2 - 2 Magni
1-0 Magnús Magnússon ('3 )
1-1 Gauti Gautason ('11 )
2-1 Magnús Magnússon ('27 )
2-2 Alejandro Munoz ('90, víti )
Rautt spjald: Magnús Sverrir Þorsteinsson ('57, Reynir S. )

ÍR 1 - 1 Fjarðabyggð
0-1 Arnór Sölvi Harðarson ('34 )
1-1 Jordian G S Farahani ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner