Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 19. júlí 2024 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Ingi til Sandefjord (Staðfest)
Stefán Ingi og íþróttastjóri Sandefjord, Espen Bugge Pettersen.
Stefán Ingi og íþróttastjóri Sandefjord, Espen Bugge Pettersen.
Mynd: Sandefjord
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi Sigurðarson er genginn í raðir norska félagsins Sandefjord og skrifar hann undir samning sem gildir út árið 2027.

Sandefjord kaupir hann frá belgíska félaginu Patro Eisden þar sem Stefán var í eitt ár. Stefán skoraði átta mörk í belgísku B-deildinni í fyrra og tvö í bikarnum.

Stefán segir á heimasíðu Sandefjord að leikstill liðsins og hugmyndafræði hljómi mjög vel. Liðið leggur upp með hápressu og að halda vel í boltann.

Sandefjord er í brasi í norsku deildinni, liðið er á botninum og á Stefán að hjálpa liðinu að vinna sig úr þeirri erfiðu stöðu.


Stefán segist ætla að ræða við Viðar Ara Jónsson, sem lék með liðinu á árunum 2019-2021.

Hjá Sandefjord hittir hann fyrir Arnór Snæ Guðmundsson sem er styrktarþjálfari liðsins og íslenska A-landsliðsins.

Bæði Strömsgodset og Halmstad vildu fá Stefán en hann var handviss um að Sandefjord væri rétti staðurinn fyrir sig út af leikstílnum.


Stöðutaflan Noregur Noregur - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bodö/Glimt 30 18 8 4 71 31 +40 62
2 SK Brann 30 17 8 5 55 33 +22 59
3 Viking FK 30 16 9 5 61 39 +22 57
4 Rosenborg 30 16 5 9 52 39 +13 53
5 Molde 30 15 7 8 64 36 +28 52
6 Fredrikstad 30 14 9 7 39 35 +4 51
7 Stromsgodset 30 10 8 12 32 40 -8 38
8 KFUM Oslo 30 9 10 11 35 36 -1 37
9 Sarpsborg 30 10 7 13 43 55 -12 37
10 Sandefjord 30 9 7 14 41 46 -5 34
11 Kristiansund 30 8 10 12 32 45 -13 34
12 Ham-Kam 30 8 9 13 34 39 -5 33
13 Tromso 30 9 6 15 34 44 -10 33
14 Haugesund 30 9 6 15 29 46 -17 33
15 Lillestrom 30 7 3 20 33 63 -30 24
16 Odd 30 5 8 17 26 54 -28 23
Athugasemdir
banner