Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 19. júlí 2025 20:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er léttir," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir sigur á ÍA í botnbaráttuslag í Bestu deildlinni í kvöld.

„Við vissum að þetta væri mikilvægur leikur, það er búið að vera smá þungt á töflunni í smá tíma. Við erum búnir að funda vel í vikunni og ræða málin og menn komu með virkilega gott hugarfar. Við skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað meira. Birnir gerir rosalega vel, setur varnarmann á rassinn og dauðafæri. Svo hefðum við getað fengið víti líka."

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 ÍA

Haddi var ánægður með hugarfar leikmanna í dag.

„Menn voru særðir, mönnum þykir vænt um félagið og hvorn annan og við þurfum að leggja meira á okkur, og þegar við gerum það erum við hörku góðir, fyrir fólkið okkar, stjórina og fullt af sjálfboðaliðum sem eru að gera helling fyrir KA. Við ræddum þetta fyrir leik og mér fannst ég sjá það hér í dag."

Birnir Snær Ingason samdi við KA í gær og spilaði sinn fyrsta leik í dag en hann kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik.

„Birnir er frábær leikmaður, á frábærum aldri og á frábærum stað. Hann er að koma hingað til að sanna sig til að komast lengra, hann er ekki að koma hingað til að setjast að næstu tíu árin."

„Ég átti gott spjall við hann í morgun. Hann virðist vera með hausinn rétt skrúfaðan á og er tilbúinn að koma hingað og leggja mikið á sig. Hann hefur ekki verið að spila lengi og hefur ekki náð æfingu með okkur. Hann fékk tæpan hálftíma í dag og það er til að komast inn í hlutina svo kemst hann enn meira inn í taktíkina þegar líður á. Við vitum hvaða gæði hann er með, hann hefur sannað það í þessari deild, það er ekki langt síðan hann var besti leikmaður deildarinnar. Þetta er innspýting fyrir okkur, vel gert hjá stjórninni, búnir að bakka okkur upp og nú er okkar að halda áfram að gera vel," sagði Haddi að lokum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Breiðablik 15 9 3 3 27 - 20 +7 30
3.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 15 6 1 8 13 - 14 -1 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner
banner