„Þetta er léttir," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir sigur á ÍA í botnbaráttuslag í Bestu deildlinni í kvöld.
„Við vissum að þetta væri mikilvægur leikur, það er búið að vera smá þungt á töflunni í smá tíma. Við erum búnir að funda vel í vikunni og ræða málin og menn komu með virkilega gott hugarfar. Við skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað meira. Birnir gerir rosalega vel, setur varnarmann á rassinn og dauðafæri. Svo hefðum við getað fengið víti líka."
„Við vissum að þetta væri mikilvægur leikur, það er búið að vera smá þungt á töflunni í smá tíma. Við erum búnir að funda vel í vikunni og ræða málin og menn komu með virkilega gott hugarfar. Við skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað meira. Birnir gerir rosalega vel, setur varnarmann á rassinn og dauðafæri. Svo hefðum við getað fengið víti líka."
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 ÍA
Haddi var ánægður með hugarfar leikmanna í dag.
„Menn voru særðir, mönnum þykir vænt um félagið og hvorn annan og við þurfum að leggja meira á okkur, og þegar við gerum það erum við hörku góðir, fyrir fólkið okkar, stjórina og fullt af sjálfboðaliðum sem eru að gera helling fyrir KA. Við ræddum þetta fyrir leik og mér fannst ég sjá það hér í dag."
Birnir Snær Ingason samdi við KA í gær og spilaði sinn fyrsta leik í dag en hann kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik.
„Birnir er frábær leikmaður, á frábærum aldri og á frábærum stað. Hann er að koma hingað til að sanna sig til að komast lengra, hann er ekki að koma hingað til að setjast að næstu tíu árin."
„Ég átti gott spjall við hann í morgun. Hann virðist vera með hausinn rétt skrúfaðan á og er tilbúinn að koma hingað og leggja mikið á sig. Hann hefur ekki verið að spila lengi og hefur ekki náð æfingu með okkur. Hann fékk tæpan hálftíma í dag og það er til að komast inn í hlutina svo kemst hann enn meira inn í taktíkina þegar líður á. Við vitum hvaða gæði hann er með, hann hefur sannað það í þessari deild, það er ekki langt síðan hann var besti leikmaður deildarinnar. Þetta er innspýting fyrir okkur, vel gert hjá stjórninni, búnir að bakka okkur upp og nú er okkar að halda áfram að gera vel," sagði Haddi að lokum.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Breiðablik | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 20 | +7 | 30 |
3. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
4. Fram | 15 | 7 | 2 | 6 | 23 - 19 | +4 | 23 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 15 | 6 | 1 | 8 | 13 - 14 | -1 | 19 |
7. Afturelding | 15 | 5 | 4 | 6 | 18 - 20 | -2 | 19 |
8. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir