
Olga Sevcova hefur verið ein af bestu leikmönnum ÍBV undanfarin ár og er búin að framlengja samning sinn við félagið til þriggja ára eða út keppnistímabilið 2025.
Olga er fædd 1992 og var valin í úrvalslið fyrri hluta tímabilsins í Bestu deildinni auk þess að hafa verið valin besti leikmaður ÍBV í fyrra.
Hún hefur verið í lykilhlutverki í lettneska landsliðinu undanfarinn áratug og verið valin sem besta fótboltakona Lettlands fimm sinnum.
Olga hefur skorað 17 mörk í 58 keppnisleikjum frá komu sinni til Vestmannaeyja.
„Þessar fréttir eru mikil gleðitíðindi fyrir knattspyrnudeildina, lið ÍBV situr nú í 5. sæti deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir," segir meðal annars á vefsíðu ÍBV.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir