Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 19. ágúst 2022 11:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný fylgir í fótspor Paolo Di Canio
Kvenaboltinn
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er komin með nýtt treyjunúmer hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham.

Dagný hefur leikið með númerið 32 á bakinu frá því hún gekk í raðir West Ham en framvegis verður hún númer tíu hjá liðinu. Katerina Svitková hefur borið þetta númer hjá West Ham síðustu árin en hún yfirgaf félagið í sumar.

Dagný hefur lengi verið númer tíu hjá íslenska landsliðinu.

„Ég á afmæli 10. ágúst, svo sú tala hefur alltaf verið mér hagstæð," segir Dagný en hún hefur ávallt verið mikill stuðningsmaður West Ham. Ein stærsta goðsögn í sögu félagsins var með þetta númer á bakinu á sínum tíma.

„Ég var framherji þegar ég var að alast upp og Paolo Di Canio var alltaf í uppáhaldi hjá mér. Hann var með númerið tíu hér hjá West Ham. Ég er líka með þetta númer hjá íslenska landsliðinu."

Enska úrvalsdeildin hefst eftir um þrjár vikur. West Ham á erfiðan leik í fyrstu umferð er þær heimsækja Englandsmeistara Chelsea.
Athugasemdir
banner