Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi núna í morgun.
Framundan er leikur gegn erkifjendunum í Manchester United á mánudagskvöld.
Framundan er leikur gegn erkifjendunum í Manchester United á mánudagskvöld.
Bæði lið hafa farið illa af stað á tímabilinu; Liverpool er með tvö stig en United er á botninum án stiga. Man Utd tapaði síðasta leik sínum 4-0 gegn Brentford.
Það sem var hvað athyglisverðast á fundinum var það þegar Klopp kom United til varnar og lét Gabby Agbonlahor, fyrrum sóknarmann Aston Villa, heyra það.
Agbonlahor starfar núna fyrir útvarpsstöðina Talksport en hann hraunaði yfir United eftir tapið gegn Brentford. Hann talaði um að Erik ten Hag, nýr stjóri Man Utd, þyrfti að fara að pakka saman - þetta væri búið spil.
„Ég hlustaði á Talksport á leiðinni heim. Gabby... ég man að hann tapaði 6-0 gegn okkur á fyrsta árinu mínu hérna. Ég man eftir honum sem einhverju skrímsli andlega (e. mentality monster) á vellinum," sagði Klopp en hann er ekki sáttur með að Agbonlahor sé að rífa menn niður þegar hann hefur sjálfur verið í þessari stöðu og veit hvernig tilfinning það er.
„Það sem hann sagði um United í þessum þætti, ég var næstum því búinn að hringja og segja honum að hann hefði gleymt því að hann var sjálfur einu sinni leikmaður. Þetta er ótrúlegt."
Klopp er greinilega ekki hrifinn af því sem Agbonlahor lætur út úr sér í starfi sínu sem sérfræðingur. Agbonlahor er mjög umdeildur í starfinu en hann þykir oft vera með mjög skrítnar skoðanir.
Sjá einnig:
Klopp á fréttamannafundi: Darwin mjög svekktur út í sjálfan sig
Athugasemdir