Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einn sá besti sem ég hef séð í að klára færi"
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Mason Greenwood verður á meðal leikmanna sem koma inn í byrjunarlið Manchester United fyrir leikinn gegn Astana í Evrópudeildinni í kvöld.

Sjá einnig:
Romero, Tuanzebe og Greenwood byrja hjá Man Utd

Greenwood þykir gríðarlega efnilegur og hefur hann raðað inn mörkunum með unglingaliðum Man Utd. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, í öllum þeirra hefur hann komið inn á sem varamaður.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á framherjanum unga.

„Hann er enn mjög ungur en hann er að þroskast og hefur hann þróast mikið sem leikmaður frá því ég kom hingað," sagði Solskjær.

„Ég vil ekki setja of mikla pressu á hann, ég vil bara að hann fari út á völlinn, njóti sín og leggi hart að sér."

„Þegar þú ert með sóknarmenn sem geta skorað mörk, þá máttu aldrei missa hungrið í að skora mörk, mátt aldrei missa lystina í að skapa færi og nýta þau færi sem þú færð."

„Mason er einn sá besti í að klára færi sem ég hef séð og ég hef spilað með nokkrum góðum þegar kemur að því að klára færi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner