Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 17:27
Elvar Geir Magnússon
Góðar fréttir fyrir Arnar Grétars - Gjaldþrotið fellt niður
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Getty Images
Belgíska B-deildarfélagið Roeselare er ekki lengur skráð gjaldþrota. Dómstóll tók málið fyrir í dag og felldi gjaldþrotsdóminn frá því í síðustu viku niður.

Eigendur félagsins þurfa þó að borga allan málskostnað þar sem stjórnarhættir þess þóttu óábyrgir.

Arnar Grétarsson þjálfar liðið en leikur liðsins um síðustu helgi var dæmdur tapaður 5-0.

Roeselare heimsækir Lokeren á morgun og sá leikur fer fram samkvæmt áætlun. Liðið er í harðri fallbaráttu með tvö stig eftir sex umferðir í belgísku B-deildinni.

Roeselare var dæmt gjaldþrota eftir að eigandi veitingastaðar fór í mál við félagið vegna skulda. Þegar málið var tekið fyrir mætti enginn fulltrúi frá Roeselare.

Eftir dóminn kom yfirlýsing frá félaginu þar sem fyrrum stjórn þess var kennt um og sagt að núverandi stjórnarmenn hefðu ekki vitað af þessum skuldum. Sagt var að búið væri að standa við allar skuldbindingar og fjárhagsmálin komin í góðan farveg.

Málið var tekið fyrir í dag og gjaldþrotsdómurinn afturkallaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner