Arnar þjálfari Víkinga var eiginlega enn skjálfandi af stressi eftir 2-1 sigur í hádramatískum leik á Meistaravöllum í kvöld.
Þetta var náttúrulega bara unreal dæmi. Þessi endir á þessum leik er eiginlega það ótrúlegasta sem ég hef bara séð þó ég hafi tekið þátt í mörgum leikjum sem leikmaður og þjálfari.
Þetta var náttúrulega bara unreal dæmi. Þessi endir á þessum leik er eiginlega það ótrúlegasta sem ég hef bara séð þó ég hafi tekið þátt í mörgum leikjum sem leikmaður og þjálfari.
Okkur langaði svo rosalega að vinna þegar við heyrðum að Blikar væru undir í Hafnarfirði, jafntefli hefði fært okkur stig nær þeim. Þetta mark frá Helga, það var alltof mikið eftir eiginlega.
Þetta sumar hefur verið ótrúlegt bæði fyrir okkur og Blika og nú erum við í bílstjórasætinu. Þurfum að ná tökum á okkur sjálfum og treysta því hvernig við höfum leyst alla leikina í sumar, treysta prócessnum.
Nú eru sex dagar þar til Víkingar taka á móti Leikni vitandi það að með sigri eru þeir Íslandsmeistarar. Hvernig verður undirbúningi háttað?
Nú er að sækja í reynslubankann, ég er búinn að vinna nokkra titla sem leikmaður og nú þarf að hugsa til baka hvernig þjálfararnir þá höndluðu þetta. Nú er að slaka á og koma með gott leikplan í leikinn á laugardaginn.
Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir