Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 19. september 2021 19:25
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Þurfum bara að treysta prócessnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar þjálfari Víkinga var eiginlega enn skjálfandi af stressi eftir 2-1 sigur í hádramatískum leik á Meistaravöllum í kvöld.

Þetta var náttúrulega bara unreal dæmi. Þessi endir á þessum leik er eiginlega það ótrúlegasta sem ég hef bara séð þó ég hafi tekið þátt í mörgum leikjum sem leikmaður og þjálfari.

Okkur langaði svo rosalega að vinna þegar við heyrðum að Blikar væru undir í Hafnarfirði, jafntefli hefði fært okkur stig nær þeim. Þetta mark frá Helga, það var alltof mikið eftir eiginlega.

Þetta sumar hefur verið ótrúlegt bæði fyrir okkur og Blika og nú erum við í bílstjórasætinu. Þurfum að ná tökum á okkur sjálfum og treysta því hvernig við höfum leyst alla leikina í sumar, treysta prócessnum.


Nú eru sex dagar þar til Víkingar taka á móti Leikni vitandi það að með sigri eru þeir Íslandsmeistarar. Hvernig verður undirbúningi háttað?

Nú er að sækja í reynslubankann, ég er búinn að vinna nokkra titla sem leikmaður og nú þarf að hugsa til baka hvernig þjálfararnir þá höndluðu þetta. Nú er að slaka á og koma með gott leikplan í leikinn á laugardaginn.

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner