Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 22:46
Brynjar Ingi Erluson
Howe: Aðdáunarverður varnarleikur
Eddie Howe og leikmenn hans þakka fyrir stuðninginn
Eddie Howe og leikmenn hans þakka fyrir stuðninginn
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Newcastle á Englandi, var hæstánægður með varnarleik liðsins í markalausa jafnteflinu gegn Milan á San Síró, en þetta var fyrsti Meistaradeildarleikur Newcastle í 20 ár.

Nick Pope var maðurinn sem sá um að landa þessum sigri, en hann varði hvert skotið á fætur öðru í kvöld.

Það var hins vegar ekki hugmyndin að verjast allan leikinn en leikmenn Newcastle eru að venjast þessari reynslu, að spila í stærstu félagsliðakeppni heims.

„Það var ekki pælingin að verjast djúpt og verja markið, langt í frá. Við reyndum að vera grimmir og reyndum að keyra á miðverði Milan og markverðina, en það gekk misvel.“

„Mér fannst áhorfendur mjög góðir í Mílanó. Þetta var fjandsamlegt andrúmsloft og leikmennirnir þurftu að venjast því og þess vegna held ég að þú getir ekki vanmetið frammistöðuna og stigið. Þetta mun líta betur og betur út með tímanum, en þetta var ný reynsla fyrir marga úr okkar liði og vonandi getum við haldið áfram að vaxa.“

„Nick Pope var magnaður. Hann var frábær gegn Brentford og það er engin tilviljun að hann hafi verið svona góður og haldið hreinu í tvígang. Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur.“

„Varnarleikurinn var aðdáunarverður. Við fleygðum okkur mörgum sinnum fyrir boltann og vörðum skot. Það má ekki vanmeta hversu sterkt þetta jafntefli var. Hver veit nema þetta stig reynist okkur mikilvægt,“
sagði Howe og spurði.
Athugasemdir
banner
banner
banner