Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 19. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA fagnar marki í sumar.
KA fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Úr bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við vorum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í dag.

„Við töluðum um það eftir að við töpuðum í fyrra að alvöru menn standa upp og reyna aftur. Við erum komnir aftur. Við erum mættir hingað til að fara með bikarinn heim."

Á laugardaginn fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur. Haddi segir að KA-menn hafi ekkert farið yfir leikinn í fyrra í undirbúningnum fyrir þennan leik, enn þó megi vissulega draga lærdóm af honum.

„Eftir að við komumst hingað í fyrra, þá ætluðu menn sér að komast aftur. Það er löngun í liðinu til að koma hingað og sækja bikar."

„Þú lærir af því að koma og spila stóra leiki. Við spiluðum stóra leiki í fyrra, bæði í Evrópukeppninni og hérna. Í fyrra var þetta gaman en núna geturðu einbeitt þér meira að því sem skiptir mestu máli: Að því sem gerist inn á vellinum."

„Við ætlum okkur að eiga góðan leik en þú þarft að eiga góðan leik til að vinna Víking. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir því hvernig þeir hafa komið sér á toppinn í íslenskum fótbolta. Það er klárt mál að þetta verður erfiður leikur en ef við eigum góðan leik - verjumst vel og nýtum okkur styrkleikana fram á við - þá eigum við góðan séns. Ég vil sjá það á KA-liðinu að við þráum þetta meira en Víkingar," segir Hallgrímur.

Það er meira undir fyrir KA þar sem liðið getur komist í Evrópukeppni með sigri. Víkingar eru nánast búnir að tryggja sig inn í Evrópu í gegnum deildina. KA getur ekki farið í Evrópukeppni í gegnum deildina, en bikarinn er þeirra síðasti séns.

„Síðast þegar við spiluðum gegn Víkingi, þá unnum við og héldum hreinu. Það gefur okkur líka sjálfstraust. Ef við mætum og gefum allt í þetta, þá eigum við mjög góðan möguleika."

Hallgrímur segir að staðan á leikmannahópnum gæti ekki verið betri. Það er enginn meiddur og allir klárir í slaginn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner