29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 19. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA fagnar marki í sumar.
KA fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Úr bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við vorum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í dag.

„Við töluðum um það eftir að við töpuðum í fyrra að alvöru menn standa upp og reyna aftur. Við erum komnir aftur. Við erum mættir hingað til að fara með bikarinn heim."

Á laugardaginn fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur. Haddi segir að KA-menn hafi ekkert farið yfir leikinn í fyrra í undirbúningnum fyrir þennan leik, enn þó megi vissulega draga lærdóm af honum.

„Eftir að við komumst hingað í fyrra, þá ætluðu menn sér að komast aftur. Það er löngun í liðinu til að koma hingað og sækja bikar."

„Þú lærir af því að koma og spila stóra leiki. Við spiluðum stóra leiki í fyrra, bæði í Evrópukeppninni og hérna. Í fyrra var þetta gaman en núna geturðu einbeitt þér meira að því sem skiptir mestu máli: Að því sem gerist inn á vellinum."

„Við ætlum okkur að eiga góðan leik en þú þarft að eiga góðan leik til að vinna Víking. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir því hvernig þeir hafa komið sér á toppinn í íslenskum fótbolta. Það er klárt mál að þetta verður erfiður leikur en ef við eigum góðan leik - verjumst vel og nýtum okkur styrkleikana fram á við - þá eigum við góðan séns. Ég vil sjá það á KA-liðinu að við þráum þetta meira en Víkingar," segir Hallgrímur.

Það er meira undir fyrir KA þar sem liðið getur komist í Evrópukeppni með sigri. Víkingar eru nánast búnir að tryggja sig inn í Evrópu í gegnum deildina. KA getur ekki farið í Evrópukeppni í gegnum deildina, en bikarinn er þeirra síðasti séns.

„Síðast þegar við spiluðum gegn Víkingi, þá unnum við og héldum hreinu. Það gefur okkur líka sjálfstraust. Ef við mætum og gefum allt í þetta, þá eigum við mjög góðan möguleika."

Hallgrímur segir að staðan á leikmannahópnum gæti ekki verið betri. Það er enginn meiddur og allir klárir í slaginn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir