Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fim 19. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar.
Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar hefur unnið fjóra bikarmeistaratitla sem þjálfari Víkings.
Arnar hefur unnið fjóra bikarmeistaratitla sem þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var byrjaður að koma fiðringur í mann um leið og leiknum gegn Fylki lauk á mánudaginn. Núna er spennan farin að stigmagnast," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í dag.

Á laugardaginn spila Víkinga til bikarúrslita í fjórða sinn í röð. Víkingsliðið hafa verið handhafar bikarsins frá 2019 og ætla ekki að sleppa takinu núna.

„Lokaundirbúningurinn er að hefjast; hann byrjar með þessum blaðamannafundi og svo æfum við á vellinum í dag þannig að strákarnir fá þetta beint í æð. Þetta er alltaf jafngaman."

Er orðið venjulegt fyrir Víkinga að mæta á Laugardalsvöll á hverju ári?

„Þetta er eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er. Við vorum svolítið stressaðir í sumar. Þegar þú nærð árangri, þá líður þér eins og þú sért að missa af einhverju og þú stressast allur upp og ferð að verja eitthvað. Við fundum það í sumar að við vorum farnir að stressast upp í öllu þessu brölti. Við ákváðum að slaka á, reyna að njóta og kýla aðeins á þetta."

„Það getur vel verið að við töpum, getur vel verið að við vinnum en við ætlum bara að kýla á þetta og sjá hvert það leiðir okkur. Við ætlum ekki að láta þessar íþyngjandi hugsanir - 'ef ég tapa, þá verð ég ekki goðsögn' og svona kjaftæði - ná til okkar. Við ætlum frekar að njóta dagsins."

Víkingar eiga möguleika á fullkomnu tímbili, vinna alla titla og fara í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Þetta er skemmtileg hugsun en hún var rosa íþyngjandi í sumar. Öll þyngslin voru á herðunum okkar. Þetta leit út eins og það væri ekki að takast og þá voru menn að kenna sjálfum sér um. 'Þú ert að bregðast allt og öllum'. Það var þungu fargi af okkur létt að komast í Sambandsdeildina. Við erum í þessu til að ná árangri en líka til að hafa gaman að þessu. Ég skynja það núna að strákarnir eru farnir að njóta sín betur inn á vellinum."

„Mér finnst vera önnur ára yfir Víkingi en fyrr í sumar," sagði Arnar.

Sama uppskrift og í fyrra
Það er sama uppskrift og í fyrra, Víkingur - KA. Í fyrra höfðu Víkingar betur en hvað gerist núna?

„Þetta hafa alltaf verið hörkuleikir í deild og bikar frá 2019. Virkilega erfiðir leikir. Þeir eru með mjög góða leikmenn og líkamlega sterka leikmenn sem eru sterkir gegn okkur. Við þurfum að vera hreyfanlegir og hugaðir á boltanum," segir Arnar.

„Við þurfum að opna þá án þess að fara út í kjánalegan fótbolta. Þeir eru fljótir að refsa með sína góðu og tæknilegu leikmenn. Við þurfum að vera með þetta flæði sem við höfum fundið í síðustu deildarleikjum."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner