Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fim 19. september 2024 11:10
Elvar Geir Magnússon
Lofandi byrjun Jóns Dags í Berlín - Bankar fast á byrjunarliðssæti
Jón Dagur í landsleiknum gegn Svartfjallalandi nýlega.
Jón Dagur í landsleiknum gegn Svartfjallalandi nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristian Fiel, stjóri Hertha Berlín, hrósar íslenska landsliðsmanninum Jóni Degi Þorsteinssyni sem kom frá OH Leuven í sumar.

„Hann hefur komið inn af bekknum í tveimur leikjum og strax komið sér inn í leikina," segir Fiel.

„Jón er leikmaður sem er alltaf tilbúinn að fara einn gegn einum, er hugrakkur og getur farið framhjá mönnum hægra og vinstra megin. Hann er með aðra eiginleika en hinir kantmennirnir okkar."

„Hann er nýkominn og þarf meiri tíma til að komast fullkomlega inn í hlutina hjá okkur. Han ner hinsvegar vinnusamur, meðtekur hlutina snögglega og er með topp hugarfar."

Hertha Berlin er um miðja þýsku B-deildina eftir fimm umferðir. Liðið ætlar sér upp í efstu deild, eins og Jón Dagur sagði frá í viðtali við Fótbolta.net í upphafi mánaðarins.

„Það er algjörlega markmiðið númer eitt, tvö og þrjú að komast upp. Þetta er virkilega góður hópur og nokkrir virkilega góðir leikmenn fram á við. Það er mikil samkeppni en vonandi fær maður að spila sem flestar mínútur," sagði Jón Dagur.

Athugasemdir
banner
banner