Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   þri 03. september 2024 16:22
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Icelandair
Jón Dagur yfirgaf OH Leuven í Belgíu og samdi við Herthu Berlín.
Jón Dagur yfirgaf OH Leuven í Belgíu og samdi við Herthu Berlín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þessi skipti. Fyrstu dagarnir hafa verið flottir, fyrstu mínúturnar komnar og fyrsti sigurinn. Bara virkilega góð byrjun," segir Jón Dagur Þorsteinsson sem líkt og margir landsliðsmenn skipti um félag núna í sumar.

Hertha Berlín er hans nýja lið en þessi stóri klúbbur er í B-deildinni og ætlar sér að sjálfsögðu að komast upp í Bundesliguna.

„Það er algjörlega markmiðið númer eitt, tvö og þrjú að komast upp. Þetta er virkilega góður hópur og nokkrir virkilega góðir leikmenn fram á við. Það er mikil samkeppni en vonandi fær maður að spila sem flestar mínútur."

Jón Dagur segir að þegar hann frétti af áhuga félagsins hafi hann strax verið ákveðinn í að vilja fara til Berlínar.

Hann er kominn hingað til Íslands til móts við landsliðið, sem býr sig undir leikinn gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli og svo Tyrklandi í Þjóðadeildinni á útivelli á mánudag.

„Það er gaman að byrja á heimavelli og svo skemmtilegur útileikur í kjölfarið. Það er stutt milli leikja en við erum með góðan hóp og marga leikmenn svo það verður ekkert mál," segir Jón Dagur.
Athugasemdir
banner
banner
banner