Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
banner
   þri 03. september 2024 16:22
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Icelandair
Jón Dagur yfirgaf OH Leuven í Belgíu og samdi við Herthu Berlín.
Jón Dagur yfirgaf OH Leuven í Belgíu og samdi við Herthu Berlín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þessi skipti. Fyrstu dagarnir hafa verið flottir, fyrstu mínúturnar komnar og fyrsti sigurinn. Bara virkilega góð byrjun," segir Jón Dagur Þorsteinsson sem líkt og margir landsliðsmenn skipti um félag núna í sumar.

Hertha Berlín er hans nýja lið en þessi stóri klúbbur er í B-deildinni og ætlar sér að sjálfsögðu að komast upp í Bundesliguna.

„Það er algjörlega markmiðið númer eitt, tvö og þrjú að komast upp. Þetta er virkilega góður hópur og nokkrir virkilega góðir leikmenn fram á við. Það er mikil samkeppni en vonandi fær maður að spila sem flestar mínútur."

Jón Dagur segir að þegar hann frétti af áhuga félagsins hafi hann strax verið ákveðinn í að vilja fara til Berlínar.

Hann er kominn hingað til Íslands til móts við landsliðið, sem býr sig undir leikinn gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli og svo Tyrklandi í Þjóðadeildinni á útivelli á mánudag.

„Það er gaman að byrja á heimavelli og svo skemmtilegur útileikur í kjölfarið. Það er stutt milli leikja en við erum með góðan hóp og marga leikmenn svo það verður ekkert mál," segir Jón Dagur.
Athugasemdir
banner
banner
banner