Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   þri 03. september 2024 16:22
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Icelandair
Jón Dagur yfirgaf OH Leuven í Belgíu og samdi við Herthu Berlín.
Jón Dagur yfirgaf OH Leuven í Belgíu og samdi við Herthu Berlín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með þessi skipti. Fyrstu dagarnir hafa verið flottir, fyrstu mínúturnar komnar og fyrsti sigurinn. Bara virkilega góð byrjun," segir Jón Dagur Þorsteinsson sem líkt og margir landsliðsmenn skipti um félag núna í sumar.

Hertha Berlín er hans nýja lið en þessi stóri klúbbur er í B-deildinni og ætlar sér að sjálfsögðu að komast upp í Bundesliguna.

„Það er algjörlega markmiðið númer eitt, tvö og þrjú að komast upp. Þetta er virkilega góður hópur og nokkrir virkilega góðir leikmenn fram á við. Það er mikil samkeppni en vonandi fær maður að spila sem flestar mínútur."

Jón Dagur segir að þegar hann frétti af áhuga félagsins hafi hann strax verið ákveðinn í að vilja fara til Berlínar.

Hann er kominn hingað til Íslands til móts við landsliðið, sem býr sig undir leikinn gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli og svo Tyrklandi í Þjóðadeildinni á útivelli á mánudag.

„Það er gaman að byrja á heimavelli og svo skemmtilegur útileikur í kjölfarið. Það er stutt milli leikja en við erum með góðan hóp og marga leikmenn svo það verður ekkert mál," segir Jón Dagur.
Athugasemdir
banner