Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   mán 19. október 2020 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
England: Raul Jimenez stal stigunum í Leeds
Leeds 0 - 1 Wolves
0-1 Raul Jimenez ('70)

Nýliðar Leeds United tóku á móti Wolves í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Heimamenn í Leeds mættu orkumiklir til leiks og voru óheppnir að koma knettinum ekki í netið í fyrri hálfleik en staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa.

Úlfarnir komu knettinum í netið snemma í síðari hálfleik en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu eftir að hafa verið skoðað með VAR.

Leeds hélt áfram boltanum vel innan liðsins en átti erfitt með að brjótast í gegnum vörn Úlfanna. Það voru gestirnir sem komust yfir þegar Raul Jimenez átti skot fyrir utan teig. Boltinn breytti um stefnu af varnarmanni og kom Illan Meslier engum vörnum við.

Heimamenn leituðu eftir jöfnunarmarki en náðu ekki að koma knettinum á endastöð. Skipulagðir Úlfarnir héldu út og stálu mikilvægum stigum á Elland Road.

Wolves er með níu stig eftir fimm umferðir á meðan Leeds er með sjö stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner