Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn í losti - Morgan vill fá Pochettino til Arsenal
Pochettino er farinn frá Tottenham
Pochettino er farinn frá Tottenham
Mynd: Getty Images
Það eru margir að furða sig á ákvörðun enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham en félagið ákvað að reka argentínska stjórann Mauricio Pochettino í kvöld.

Pochettino tók við Tottenham árið 2015 og kom liðinu meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en slæm úrslit í byrjun leiktíðar þýddu það að hann var látinn fara.

Það eru þó ýmsar kenningar um það af hverju hann var látinn taka poka sinn en Pochettino vildi fá meiri pening til að fjárfesta í leikmönnum í sumar og var samband hans og Daniel Levy, framkvæmdastjóra félagsins, afar stirrt.

Stuðningsmenn félagsins skilja ekkert í ákvörðun Levy en hér fyrir neðan má sjá það helsta af Twitter í kvöld. Spjallþáttastjórnandinn og fréttamaðurinn Piers Morgan vill fá Pochettino til Arsenal á kostnað Unai Emery.


















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner