Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. nóvember 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Unglingalið QPR gekk af velli útaf rasisma - Lee Hoos brjálaður
Mynd: Getty Images
Unglingalið QPR var að keppa á Spáni en leikmenn liðsins gengu af velli þegar kynþáttafordómar heyrðust úr stúkunni. Lee Hoos, framkvæmdastjóri QPR, tjáði sig um málið og lýsti sérstaklega yfir vonbrigðum með viðbrögð UEFA, FIFA og spænska knattspyrnusambandsins.

„Allt þetta mál er hreinlega til skammar og viðkomandi aðilar ættu að skammast sín. Fótbolti er íþrótt sem sameinar fólk, það gerir rasismi ekki. Það sem truflar mig mest við þetta mál er áhugaleysið sem FIFA og UEFA sýndu," sagði Hoos.

„Við vorum snöggir að bregðast við málinu og gáfum út yfirlýsingu þar sem við hvöttum UEFA til að bregðast við. Morguninn eftir fæ ég skeyti frá UEFA sem segir að þetta atvik gerðist utan lögsögu UEFA og við ættum að tala við FIFA. Þeir hefðu hæglega getað fordæmt rasisma og svarað betur í stað þess að þvo sér um hendurnar og senda boltann yfir til FIFA.

„Hjá FIFA tók það okkur sjö vikur að fá svar. Þeir voru hættir að svara póstum frá okkur og það þurfti símtal frá mér til Greg Clarke (forseti FA) til að reka á eftir svari. Clarke tókst að fá svar frá FIFA en þeir sögðu að þetta mót væri ekki á þeirra vegum, heldur á vegum UEFA. Þá fórum við aftur til UEFA.

„UEFA sendi þá málið til RFAF (knattspyrnusambandið í Andalúsíu). Ég þekki langt strá þegar ég sé það. Við sendum allar upplýsingar til RFAF 24. september og svo er birt yfirlýsingu 10. október.

„Þar segir RFAF að töfin sé okkur að kenna og að knattspyrnusambandið hafi sent mann til Englands að funda með mér og afgreiða málið. Þetta er hrein lygi og ekki eina lygin þeirra. Fyrir utan að vera samsekir í rasisma þá eru þetta lygarar. Þetta eru helvítis lygarar. Þetta er óþolandi ástand og núna segja þeir að málið sé komið á borð hjá spænska knattspyrnusambandinu. Það er kominn nóvember og það hefur ekkert verið gert!

„Við þurfum að fara og líta í augun á þessum ungu mönnum á æfingasvæðinu þegar þeir spyrja hvernig gengur með rasismamálið. Er öllum bara drullusama? Ef þetta er ekki kjörið tækifæri til að tækla fordóma þá veit ég ekki hvað. Auðvitað er til fordómafullt fólk sem er óviðbjargandi en hérna erum við að tala um unglinga sem eru með fordóma gagnvart öðrum unglingum. Þetta hlýtur að vera tækifæri til að kenna og fræða um rasisma."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner