Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 20. janúar 2020 15:54
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu markið: Fyrsta deildarmark Jóns Daða fyrir Millwall
Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum er Millwall fékk Reading í heimsókn í Championship deildinni á laugardag.

Jón Daði kom inn á 79. mínútu í stöðunni 1-0 og innsiglaði hann sigur heimamanna skömmu eftir innkomuna. Þetta var fyrsta deildarmark Jóns Daða á tímabilinu.

Þetta hefur verið einstök tilfinning fyrir Jón Daða því hann var seldur frá Reading til Millwall síðasta sumar.

Millwall hefur gengið afar vel að undanförnu og er liðið í umspilsbaráttu. Reading er átta stigum fyrir neðan.

Hér má sjá mark Jóns Daða:


Athugasemdir
banner
banner
banner