Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. janúar 2020 12:38
Magnús Már Einarsson
Valgeir á reynslu hjá AaB
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, er þessa vikuna til reynslu hjá AaB í Danmörku.

Hinn 17 ára gamli Valgeir vakti athygli fyrir góða frammistöðu á kantinum hjá HK í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar.

„Hann er ungur leikmaður svo þetta er ekki maður sem labbar beint inn í liðið en við höfum fylgst með honum síðan í sumar," sagði Thomas Bælum stjórnarmaður hjá AaB við bold.dk.

Valgeir hefur vakið áhuga hjá erlendum félögum undanfarna mánuði en hann hefur áður farið til reynslu hjá Bröndby í Danmörku.

Valgeir mun meðal annars spila æfingaleik með AaB gegn AGF í vikunni. Vetrarfrí er í Danmörku en AaB er í 6. sæti í dönsku úrvalsdeildinni í augnablikinu.
Athugasemdir
banner