Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. janúar 2021 12:44
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn völdu fimm úr Bayern í lið ársins
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Bayern München á fimm fulltrúa í liði ársins sem valið var af stuðningsmönnum gegnum kosningu á vef UEFA.

Þýskalandsmeistararnir unnu Meistaradeildina á síðasta ári.

Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski er að sjálfsögðu í liðinu en hann varð markakóngur Meistaradeildarinnar og var valinn leiikmaður ársins hjá UEFA og FIFA.

Cristiano Ronaldo er valinn í úrvalsliðið í fimmtánda sinn og Lionel Messi í tólfta sinn.

Lið ársins í karlaflokki:
Manuel Neuer (Bayern)
Joshua Kimmich (Bayern)
Sergio Ramos (Real Madrid)
Virgil van Dijk (Liverpool)
Alphonso Davies (Bayern)
Thiago Alcántara (Bayern/Liverpool)
Kevin De Bruyne (Manchester City)
Cristiano Ronaldo (Juventus)
Lionel Messi (Barcelona)
Neymar (Paris)
Robert Lewandowski (Bayern)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner