Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 20. janúar 2022 14:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Kári skiptir alfarið í Fram (Staðfest)
Mynd: Raggi Óla
Aron Kári Aðalsteinsson er kominn alfarið í Fram frá Breiðabliki.

Aron er 22 ára gamall og spilaði sex leiki með Frömurum í Lengjudeildinni í fyrra þegar liðið fór taplaust í gegnum tímabilið og setti stigamet.

Hann hefur síðustu tvö tímabil verið á láni hjá Fram frá Breiðabliki og spilað 19 leiki og skorað 1 mark í deild- og bikar. Hann er miðvörður sem einnig getur spilað sem djúpur miðjumaður.

Fram undirbýr sig af krafti fyrir komandi tímabil en fyrsti leikur liðsins er gegn KR á laugardag í Reykjavíkurmótinu.

Fram

Komnir
Jesús Yendis frá Venesúela
Tiago Fernandes frá Grindavík

Farnir
Kyle McLagan til Víkings R.
Haraldur Einar Ásgrímsson í FH

Samningslausir
Danny Sean Guthrie
Jökull Steinn Ólafsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner