Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. janúar 2022 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn 17 ára Kristian Nökkvi aftur á skotskónum fyrir aðallið Ajax
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson er búinn að skora sitt annað mark fyrir aðallið Ajax, sem er stærsta félagið í Hollandi.

Kristian Nökkvi skoraði sjöunda mark Ajax gegn Excelsior í bikarleik sem er núna í gangi.

Kristian byrjaði á bekknum og kom hann inn á sem varamaður í hálfleik. Hann skoraði 64. mínútu og hægt er að sjá það mark með því að smella hérna.

Kristian skoraði einnig í bikarleik gegn Barendrecht um miðjan desember á síðasta ári. Hann er að gera mjög vel í að nýta tækifærið með aðalliðinu.

Um er að ræða einn efnilegasta fótboltamann þjóðarinnar, svo sannarlega. Í fyrra var hann á lista Guardian yfir 60 bestu ungmenni fótboltans í dag. Í umfjöllun Guardian sagði að þessi ungi sóknarmiðjumaður sé með góðan leikskilning, mikla sendingagetu og með auga fyrir mörkum.

Kristian hefur fengið að spreyta sig með U21 landsliði Íslands og er eflaust ekki langt í að hann spili með A-landsliði Íslands, ekki ef hann heldur svona áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner