Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 20. janúar 2023 12:12
Elvar Geir Magnússon
Arsenal að fá pólskan landsliðsmiðvörð
Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Arsenal sé komið langt með að tryggja sér pólska landsliðsmiðvörðinn Jakub Kiwior frá Spezia á Ítalíu.

Kiwior er 22 ára og lék alla leiki Póllands á HM í Katar, hann hefur alls leikið níu landsleiki fyrir þjóð sína.

Kaupverðið er sagt um 17,5 milljónir punda og að læknisskoðun gæti átt sér stað um helgina.

Kiwior er fyrrum leikmaður Zilina í Slóvakíu en gekk í raðir Spezia sumarið 2021.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur verið að leita leiða til að auka breiddina í leikmannahópi sínum fyrir þá baráttu sem er framundan.


Athugasemdir
banner
banner
banner