Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
banner
   mán 20. janúar 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe: Get spilað eins og ég vil
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, leikmaður Real Madrid, segist vera kominn í góða rútínu hjá félaginu.

Hann var mikið gagnrýndur í upphafi tímabilsins eftir komuna frá PSG en hann hefur nú skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. Hann skoraði tvennu í 4-1 sigri á Las Palmas um helgina.

„Ég er búinn að aðlagast liðinu. Ég get spilað eins og ég vil, með liðsfélögunum og með persónuleika. Stuðningsmennirnir voru ekki sáttir eftir Ofurbikarinn og það er eðlilegt. Þegar þú spilar fyrir Real Madrid verður þú að vinna hvern einasta leik," sagði Mbappe.

Liðið skaust á toppinn í spænsku deildinni með sigrinum um helgina en næsti leikur liðsins er gegn RB Salzburg í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Liðið hefur ekki spilað nægilega vel í Meistaradeildinni og er í 20. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner