Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 20. febrúar 2024 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Sancho byrjar í Eindhoven
Jadon Sancho er í liði Dortmund
Jadon Sancho er í liði Dortmund
Mynd: EPA
Alvaro Morata er á bekknum hjá Atlético og meiðsli hans því ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu
Alvaro Morata er á bekknum hjá Atlético og meiðsli hans því ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu
Mynd: EPA
Tveir leikir eru spilaðir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:45 í kvöld.

PSV Eindhoven tekur á móti Borussia Dortmund á Philips-leikvanginum í Eindhoven.

Jadon Sancho er í byrjunarliði gestanna en þeir Julian Brandt og Youssoufa Moukoko á bekknum. Sebastien Haller er ekki í hópnum hjá Dortmund, en hann tryggði Fílabeinsströndinni Afríkumeistaratitilinn á dögunum.

PSV: Benítez; Teze, Schouten, Boscagli, Dest; Veerman, Tillman, Saibari; Bakayoko, Luuk De Jong, Lozano

Dortmund: Kobel; Ryerson, Hummels, Schlotterbeck, Maatsen; Sabitzer, Can; Malen, Reus, Sancho; Füllkrug.

Inter, sem komst í úrslitaleikinn á síðasta tímabili, mætir þá Atlético Madríd á Giuseppe Meazza-leikvanginum í Mílanó.

Lautaro Martínez, Marcus Thuram og Hakan Calhanoglu eru allir í liðinu. Antoine Griezmann og Rodrigo De Paul byrja hjá Atlético en Angel Correa, Alvaro Morata og Memphis Depay eru á bekknum.

Inter: Sommer; Pavard, De Vrij, Bastoni; Darmian, Barella, Hakan Çalhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco; Lautaro Martínez, Thuram

Atlético: Oblak; Molina, Witsel, Giménez, Hermoso, Samuel Lino; De Paul, Koke, Saúl; Griezmann, Marcos Llorente.
Athugasemdir
banner
banner
banner