Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Páll skýtur á sérfræðinga - „Ég veit að það er ekki þannig"
Tilgangslaust að halda boltanum of mikið og vera í einhverju dúlleríi fyrir framan eigið mark
Tilgangslaust að halda boltanum of mikið og vera í einhverju dúlleríi fyrir framan eigið mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta sýnir bara að þeir sem eru að fjalla um þetta vilja alltaf fá sama fótboltann
Þetta sýnir bara að þeir sem eru að fjalla um þetta vilja alltaf fá sama fótboltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var til viðtals í þættinum Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem sýndur var á Stöð 2 Sport í gær. Í þættinum heimsótti Baldur Sigurðsson Fylki og tók eina æfingu með liðinu.

Baldur nefndi að Mathias Laursen, fimmtán marka maður í fyrra, yrði ekki með í sumar, því sá danski sleit krossband í fyrra. Pétur Bjarnason er kominn frá Vestra og þegar Rúnar var að ræða um Pétur kom hann inn á leikstíl sinna liða í gegnum tíðina.

„Mín lið hafa skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina, þó að menn haldi eitthvað annað, að ég spila leiðinlegan leik, mikinn varnarleik og annað slíkt. Við spiluðum frábæran sóknarleik í fyrra, erum ótrúlega aggresívir og það er minn leikstíll. Mér finnst tilgangslaust að vera halda boltanum of mikið, nema þú þurfir þess til að stjórna leiknum, og vera í einhverju dúlleríi fyrir framan eigið mark. Við þurfum ekki að spila eins og City eða þessi lið, þurfum bara að spila eftir okkar styrkleikum," sagði Rúnar.

Baldur spurði Rúnar út í hans ummæli um leiðinlegan fótbolta, að umræðan væri að lið Rúnars spili 'kick-and-run' fótbolta. Fer þessi umræða í taugarnar á Rúnari?

„Nei, þetta sýnir bara að þeir sem eru að fjalla um þetta vilja alltaf fá sama fótboltann. Það eru ekkert allir þannig, þjálfarar eru mismunandi. Ég vil meina að ef menn fylgjast vel með þá átta þeir sig á leikstíl mínum. Ef það á að kallast 'kick-and-run' þá er það allt í lagi, en ég veit að það er ekki þannig. Því oftar sem boltinn er inná teig andstæðinganna er minni hætta á því að við fáum mark á okkur og meiri möguleiki á að við skorum, svo einfalt er það. Svo fer það eftir leiðinni sem þú vilt fara, viltu gera það í tíu sendingum eða þremur? Hver og einn verður að meta það."

„Við þurfum að spila öfluga vörn og sækja á andstæðingana á öruggan og öflugan hátt. Við þurfum að vera klókir og skynsamir. Hvort við spilum lágpressu á okkar eigin vallarhelmingi eða hápressu á vallarhelmingi andstæðinganna, það kemur bara í ljós,"
sagði Rúnar.

Fylkir er nýliði í Bestu deildinni eftir að hafa unnið Lengjudeildina á síðasta tímabili. Fyrsti leikur liðsins í deildinni verður gegn Keflavík þann 10. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner