Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
   mið 20. mars 2024 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Rautt spjald gerði Arnóri Ingva erfiðara fyrir - „Hendi honum yfir mig og labba í burtu"
,,Þetta verkefni hefur verið það eina, alveg 100%"
Icelandair
'Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni'
'Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum.'
'Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, er spenntur og get ekki beðið eftir því að fara út á völl á morgun. Það er ekki neitt stress, get ekki beðið eftir því að fara út á völl og vinna," sagði Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Framundan er leikurinn gegn Ísrael þar sem sigurliðið tryggir sér sæti í úrslitaleik um sæti á EM í sumar.

„Við spiluðum við þá 2022, tvo leiki í Þjóðadeildinni. Við vitum að þeir eru agressífir, gæti bæði orðið opinn leikur og lokaður. Báðir leikirnir fóru 2-2 þannig þetta gæti boðið upp á einhverja markasúpu, en við þurfum að vera á tánum og fá sem fæst mörk á okkur."

Arnór er leikmaður Norrköping í Svíþjóð og deildin þar fer af stað á næstu vikum. Arnór hefur horft meira í landsliðið heldur en byrjunina á deildinni á sínu undirbúningstímabili.

„Þetta verkefni hefur verið það eina, alveg 100%. Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni. Við (Norrköping) erum búnir að fá leiki, en ég fæ rautt spjald í fyrsta leik sem gerði þetta aðeins erfiðara. Ég talaði við fólkið í kringum mig að landsliðsverkefnið væri það sem það þyrfti að koma mér í gang fyrir og mér finnst þeir hafa gert mjög vel. Mér líður mjög vel, bæði líkamlega og andlega - ég er í toppstandi."

Tveggja leikja bann í sænska bikarnum
Arnór fór í tveggja leikja bann í bikarnum fyrir að hafa fengið rautt spjald. Bannið kom honum á óvart.

„Mjög svo, þetta var fyrir ekki neitt. Við sendum kvörtun til baka en fengum engin svör og niðurstaðan tveir leikir. Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum. Ég hendi honum yfir mig og labba í burtu. Dómarinn segir mér að bíða og gefur mér rautt spjald. Meira veit ég ekki."

Mikilvægt að ná stjórninni sem fyrst
Við hvernig leik býstu?

„Ég býst við opnum leik, það sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur er að ná stjórninni sem fyrst og fá þetta undir okkur tempó og okkar leikstíl."

Arnór er með umbúðir á hægri hendinni en það er ekkert alvarlegt. „Það varð smá óhapp, en ég er góður."

Í viðtalinu, sem sjá má í spilaranum efst, ræðir Arnór nánar um Norrköping og sig sjálfan.
Athugasemdir
banner