Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 20. mars 2024 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Rautt spjald gerði Arnóri Ingva erfiðara fyrir - „Hendi honum yfir mig og labba í burtu"
,,Þetta verkefni hefur verið það eina, alveg 100%"
Icelandair
'Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni'
'Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum.'
'Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, er spenntur og get ekki beðið eftir því að fara út á völl á morgun. Það er ekki neitt stress, get ekki beðið eftir því að fara út á völl og vinna," sagði Arnór Ingvi Traustason við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Framundan er leikurinn gegn Ísrael þar sem sigurliðið tryggir sér sæti í úrslitaleik um sæti á EM í sumar.

„Við spiluðum við þá 2022, tvo leiki í Þjóðadeildinni. Við vitum að þeir eru agressífir, gæti bæði orðið opinn leikur og lokaður. Báðir leikirnir fóru 2-2 þannig þetta gæti boðið upp á einhverja markasúpu, en við þurfum að vera á tánum og fá sem fæst mörk á okkur."

Arnór er leikmaður Norrköping í Svíþjóð og deildin þar fer af stað á næstu vikum. Arnór hefur horft meira í landsliðið heldur en byrjunina á deildinni á sínu undirbúningstímabili.

„Þetta verkefni hefur verið það eina, alveg 100%. Ég lét vita af því að ég þyrfti að vera klár fyrir þetta verkefni. Við (Norrköping) erum búnir að fá leiki, en ég fæ rautt spjald í fyrsta leik sem gerði þetta aðeins erfiðara. Ég talaði við fólkið í kringum mig að landsliðsverkefnið væri það sem það þyrfti að koma mér í gang fyrir og mér finnst þeir hafa gert mjög vel. Mér líður mjög vel, bæði líkamlega og andlega - ég er í toppstandi."

Tveggja leikja bann í sænska bikarnum
Arnór fór í tveggja leikja bann í bikarnum fyrir að hafa fengið rautt spjald. Bannið kom honum á óvart.

„Mjög svo, þetta var fyrir ekki neitt. Við sendum kvörtun til baka en fengum engin svör og niðurstaðan tveir leikir. Ég er dreginn niður í skyndisókn, andstæðingurinn leggst ofan á mig og er að ýta mér niður með höndunum. Ég hendi honum yfir mig og labba í burtu. Dómarinn segir mér að bíða og gefur mér rautt spjald. Meira veit ég ekki."

Mikilvægt að ná stjórninni sem fyrst
Við hvernig leik býstu?

„Ég býst við opnum leik, það sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur er að ná stjórninni sem fyrst og fá þetta undir okkur tempó og okkar leikstíl."

Arnór er með umbúðir á hægri hendinni en það er ekkert alvarlegt. „Það varð smá óhapp, en ég er góður."

Í viðtalinu, sem sjá má í spilaranum efst, ræðir Arnór nánar um Norrköping og sig sjálfan.
Athugasemdir
banner
banner