Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 20. mars 2025 22:37
Anton Freyr Jónsson
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Icelandair
Logi Tómasson í leiknum í kvöld
Logi Tómasson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þessi leikur kaflskiptur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð góður, við fengum margar góðar stöður á vellinum og náðum að opna þá alveg ágætlega í fyrri hálfleik en svo fannst mér kannski eftir að þeir skoruðu annað markið þá fannst mér við hætta að spila boltanum en margt jákvætt og margt sem er hægt að vinna í og við höldum áfram að gera það" sagði Logi Tómasson eftir tapið gegn Kosovó 2-1 út í Kosóvó.


Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum fyrsta leik með landsliðinu og var Logi Tómasson spurður hvort það væri eitthvað öðruvísi en hann er vanur. 

„Kannski bara að því ég er að spila vinstri bakvörð varnarlega og vinstri kanntinn sóknarlega og það er aðeins meiri hlaup en maður er í nógu góðu formi til þess að gera það og þetta hentar mér vel þar sem ég er í grunninn vængbakvörður sóknarlega, ég var smá þreyttur í lokinn og gula spjaldið spilaði kannski aðeins inn í."

Logi Tómasson fékk gult spjald fyrir að mótmæla öðru markinu sem Kosovó skoraði þegar brotið var á Hákoni Arnari í aðdraganda marksins. 

„Mér fannst hann rífa í treyjuna aftan frá, ég sá þetta mjög vel en ég er ekki dómari en mér fannst þetta vera brot persónulega og þess vegna hleyp ég að honum en ég náttúrulega á ekki að gera það."

Seinni leikurinn fer fram á Spáni á sunnudaginn og munurinn aðeins eitt mark og Logi telur möguleikana góða á að liðið nái að snúa þessu við. 

„Bara mjög góða. Við sýndum það í dag að við getum unnið þetta lið og við þurfum bara að fara aðeins betur yfir hlutina og síðan er gott að það verði þúsund Íslendingar á leiknum og maður mun heyra vel í þeim."

Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á sunnudaginn og hefst leikurinn klukkan 17:00 að Íslenskum tíma.


Athugasemdir
banner
banner