Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 20. mars 2025 22:37
Anton Freyr Jónsson
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Icelandair
Logi Tómasson í leiknum í kvöld
Logi Tómasson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þessi leikur kaflskiptur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð góður, við fengum margar góðar stöður á vellinum og náðum að opna þá alveg ágætlega í fyrri hálfleik en svo fannst mér kannski eftir að þeir skoruðu annað markið þá fannst mér við hætta að spila boltanum en margt jákvætt og margt sem er hægt að vinna í og við höldum áfram að gera það" sagði Logi Tómasson eftir tapið gegn Kosovó 2-1 út í Kosóvó.


Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum fyrsta leik með landsliðinu og var Logi Tómasson spurður hvort það væri eitthvað öðruvísi en hann er vanur. 

„Kannski bara að því ég er að spila vinstri bakvörð varnarlega og vinstri kanntinn sóknarlega og það er aðeins meiri hlaup en maður er í nógu góðu formi til þess að gera það og þetta hentar mér vel þar sem ég er í grunninn vængbakvörður sóknarlega, ég var smá þreyttur í lokinn og gula spjaldið spilaði kannski aðeins inn í."

Logi Tómasson fékk gult spjald fyrir að mótmæla öðru markinu sem Kosovó skoraði þegar brotið var á Hákoni Arnari í aðdraganda marksins. 

„Mér fannst hann rífa í treyjuna aftan frá, ég sá þetta mjög vel en ég er ekki dómari en mér fannst þetta vera brot persónulega og þess vegna hleyp ég að honum en ég náttúrulega á ekki að gera það."

Seinni leikurinn fer fram á Spáni á sunnudaginn og munurinn aðeins eitt mark og Logi telur möguleikana góða á að liðið nái að snúa þessu við. 

„Bara mjög góða. Við sýndum það í dag að við getum unnið þetta lið og við þurfum bara að fara aðeins betur yfir hlutina og síðan er gott að það verði þúsund Íslendingar á leiknum og maður mun heyra vel í þeim."

Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á sunnudaginn og hefst leikurinn klukkan 17:00 að Íslenskum tíma.


Athugasemdir