Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   fim 20. mars 2025 22:37
Anton Freyr Jónsson
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Icelandair
Logi Tómasson í leiknum í kvöld
Logi Tómasson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst þessi leikur kaflskiptur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nokkuð góður, við fengum margar góðar stöður á vellinum og náðum að opna þá alveg ágætlega í fyrri hálfleik en svo fannst mér kannski eftir að þeir skoruðu annað markið þá fannst mér við hætta að spila boltanum en margt jákvætt og margt sem er hægt að vinna í og við höldum áfram að gera það" sagði Logi Tómasson eftir tapið gegn Kosovó 2-1 út í Kosóvó.


Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Arnar Gunnlaugsson stýrði sínum fyrsta leik með landsliðinu og var Logi Tómasson spurður hvort það væri eitthvað öðruvísi en hann er vanur. 

„Kannski bara að því ég er að spila vinstri bakvörð varnarlega og vinstri kanntinn sóknarlega og það er aðeins meiri hlaup en maður er í nógu góðu formi til þess að gera það og þetta hentar mér vel þar sem ég er í grunninn vængbakvörður sóknarlega, ég var smá þreyttur í lokinn og gula spjaldið spilaði kannski aðeins inn í."

Logi Tómasson fékk gult spjald fyrir að mótmæla öðru markinu sem Kosovó skoraði þegar brotið var á Hákoni Arnari í aðdraganda marksins. 

„Mér fannst hann rífa í treyjuna aftan frá, ég sá þetta mjög vel en ég er ekki dómari en mér fannst þetta vera brot persónulega og þess vegna hleyp ég að honum en ég náttúrulega á ekki að gera það."

Seinni leikurinn fer fram á Spáni á sunnudaginn og munurinn aðeins eitt mark og Logi telur möguleikana góða á að liðið nái að snúa þessu við. 

„Bara mjög góða. Við sýndum það í dag að við getum unnið þetta lið og við þurfum bara að fara aðeins betur yfir hlutina og síðan er gott að það verði þúsund Íslendingar á leiknum og maður mun heyra vel í þeim."

Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á sunnudaginn og hefst leikurinn klukkan 17:00 að Íslenskum tíma.


Athugasemdir