Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 20. maí 2020 15:47
Elvar Geir Magnússon
Íslensk félög áætla að meðaltali tekjutap upp á 21%
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Deloitte gerði skýrslu í samvinnu við KSÍ um möguleg fjárhagsleg áhrif COVID-19 kórónaveirunnar á rekstur félaga í Pepsi Max-deild karla.

Í henni kemur fram að félögin gera ráð fyrir verulegum samdrætti í tekjum vegna auglýsinga og samstarfsaðila.

Í heild eru félögin svartsýn á rekstrarárið 2020 og áætla að meðaltali tekjutap upp á 21% vegna áhrifa COVID-19. Búist er við mun meiri tekjusamdrætti en niðurskurði í heildarútgjöldum.

Faraldurinn hefur margvísleg áhrif á íslenskan fótbolta og félagslið.

Þess ber að geta að þetta eru tölur sem komu frá félögunum fyrir úrræði ríkisins og ÍSÍ og hugsanlegs fjármagns frá KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner