fös 20. maí 2022 18:00
Victor Pálsson
„Einhver verður stunginn næst"
Mynd: EPA

Ömurlegt atvik átti sér stað á Englandi í gær eftir leik Crystal Palace og Everton sem fór fram á Goodison Park.


Eftir leik þá fóru fjölmargir stuðningsmenn Everton inn á völlinn eftir að liðið hafði tryggt sér 3-2 sigur og þar með áframhaldandi veru í deildinni.

Patrick Vieira, stjóri Palace, var áreittur af stuðningsmönnum Palace er hann gekk af velli í gær og fékk loks nóg og svaraði fyrir sig með því að sparka einn aðdáanda niður.

Nýlega kom upp svipað atvik er stuðningsmaður Nottingham Forest var sendur í fangelsi fyrir að skalla Billy Sharp, leikmann Sheffield United.

Dean Saunders hjá TalkSport hefur miklar áhyggjur af þessu ástandi á Englandi þar sem auðvelt er oft fyrir ýmsa aðila að komast inn á völlinn.

„Einhver verður stunginn næst. Það mun gerast eitthvað mjög, mjög slæmt," sagði Saunders eftir leik í gær.

„Það er mjög slæmt sem gerðist við Billy Sharp og við sáum annað atvik með Oli McBurnie, hann kemst í vandræði fyrir það sem hann gerði."

„Patrick Vieira verður refsað fyrir þetta. Ég er ekki að afsaka hans hegðun, hann var að tapa leik þar sem hans lið var 2-0 yfir og tapar 3-2. Hann gengur af velli og svo er einhver í andlitinu á honum og hann bregst við. Hann bregst við á rangan hátt því hann er fullur af reiði."

„Ef ég væri leikmaður þá myndi ég óttast um eigið öryggi. Þú átt að finna fyrir öryggi þegar þú ert á fótboltavelli."


Athugasemdir
banner
banner
banner