Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 20. júní 2014 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Ben: Vælum ekki yfir þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla í hádeginu í dag og stórleikur umferðarinnar er án efa leikur Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks viðurkennir að hann hafi óskað eftir öðrum mótherjum en vælir þó ekkert yfir þessum drætti.

,,Ég var ekki búinn að óska sérstaklega eftir þessu. Ég hugsa að við hefðum getað fundið eitthvað annað lið sem hefði kannski orðið þæginlegri andstæðingur en það er ekkert við því að gera. Það er alltaf gaman að mæta KR og það eru alltaf hörkuleikir þegar KR á í hlut," sagði Gummi Ben. sem lék um tíð með KR-ingum.

,,Við erum ekki að væla yfir þessu. Þetta verður vonandi hörkuleikur og maður þarf alltaf að mæta bestu liðunum til þess að vinna bikarinn og afhverju ekki að mæta KR núna?"

Breiðablik komst í 8-liða úrslitin eftir 3-1 sigur á Þór í gærkvöldi. Leikurinn fór í framlengingu og þykir Gumma það hafa verið óþarfi og hefði viljað klára leikinn í venjulegum leiktíma,

,,Ég er feginn að hafa unnið þá. Mér fannst hinsvegar óþarfi að fara í framlengingu því það er stutt á milli leikja þessa dagana og við eigum Víking núna á sunnudaginn í mjög erfiðum leik. Þess vegna hefði ég frekar viljað sleppa því að fara í erfiða framlengingu á þungum velli í gær."

Breiðablik eru komnir í 8-liða úrslitin þrátt fyrir að hafa einungis unnið einn leik í venjulegum leiktíma í sumar. Gummi segir að Breiðablik stefni á að breyta því gengi og er strax byrjaður að undirbúa liðið fyrir erfiðan útileik á sunnudaginn gegn Víking R.

,,Við stefnum á að fara breyta því fljótlega. Við getum ekki verið að spá í því alla daga. Það virðast vera nóg af fjölmiðlum sem eru að spá í því hvað við erum búnir að vinna marga leiki. Við erum að líta fram á við og erum strax farnir að líta á næsta leik og það verður gríðarlega erfitt verkefni því Víkingarnir hafa verið sterkir og við verðum að vera í okkar besta formi til að taka stig þar," sagði
Athugasemdir
banner
banner