Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. júní 2021 20:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Alfons áfram á toppnum - Emil lék í mjög óvæntum sigri
Emil Pálsson spilaði í sigri á Rosenborg. Frábær sigur!
Emil Pálsson spilaði í sigri á Rosenborg. Frábær sigur!
Mynd: Sarpsborg
Alfons Sampsted. Hann situr á toppi deildarinnar með norsku meisturunum.
Alfons Sampsted. Hann situr á toppi deildarinnar með norsku meisturunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted spilaði allan leikinn þegar Bodö/Glimt kom sér á toppinn í norsku úrvalsdeildinni.

Bodö/Glimt heimsótti Vålerenga og komust þeir yfir í byrjun seinni hálfleiks. Vålerenga jafnaði metin um miðbik seinni hálfleiksins. Viðar Örn Kjartansson lék ekki með Vålerenga vegna meiðsla.

Bodö/Glimt er á toppnum með betri markatölu en Molde; bæði lið eru með 20 stig.

Vålerenga situr í fimmta sæti deildarinnar. Íslendingaliðin Kristiansund og Rosenborg töpuðu óvænt í dag, Kristiansund gegn Haugesund og Rosenborg gegn Sarpsborg á heimavelli.

Brynjólfur Willumsson kom inn af bekknum hjá Kristiansund þegar stundarfjórðungur var eftir í 3-0 tapi gegn Haugesund. Hólmar Örn Eyjólfsson er búinn að jafna sig af meiðslum og spilaði allan leikinn fyrir Rosenborg í tapinu gegn Sarpsborg. Emil Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Sarpsborg; flottur sigur hjá honum og hans liðsfélögum.



Kristiansund og Rosenborg eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, en Sarpsborg situr í áttunda sæti.

Adam Örn Arnarson byrjaði fyrir Tromsö í 1-2 tapi gegn Lilleström á heimavelli, en Íslendingarnir komu ekki við sögu hjá Stromsgödset í 1-1 jafntefli við Mjöndalen; bæði Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru ónotaðir varamenn. Tromsö er í 11. sæti og Stromsgödset í 12. sæti.
Athugasemdir
banner