Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 20. júní 2021 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Sævar Atli: Vorum ragir
Sævar Atli Magnússon
Sævar Atli Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Fyrstu 10-15 mínúturnar eða þangað til þeir skora þá erum við bara gjörsamlega off og þá erum við off í þessum einföldu atriðum, seinni boltum, návígum og allt þetta sem er ekki nógu gott því þetta er okkar styrkleiki og við eigum að halda í þetta,“ voru fyrstu orð vonsvikins fyrirliða Leiknis eftir 1-0 tap Breiðhyltinga gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Leiknir R.

Eins og áður sagði byrjuðu Leiknismenn leikinn seint og illa en hvað var að valda? Voru Keflvíkingar að loka svona vel á þá eða Leiknismenn bara ekki að færa boltann nógu hratt?

„Klárlega ekki nógu hratt í fyrri hálfleik fannst mér við færa boltann of hægt og vorum ragir. Við eigum ekki að vera ragir, við eigum að vera beinskeyttari því það eru mikil gæði í liðinu okkar.“

Tapið markar endalok á góðu taki sem Leiknismenn hafa haft á Keflavík undanfarin ár en Keflavík hafði ekki unnið lið Leiknis í 6 ár þegar kom að leik kvöldsins.

„Við alltaf haft fín tök á þeim og þetta hafa verið hörkuleikir. Keflavík er búið að vera mikið jó-jó lið upp og niður úr efstu deild á meðan að við höfum verið topplið í Lengjudeildinni. Þeir unnu í dag en við verðum að mæta gíraðir gegn þeim næst.“
Athugasemdir
banner