Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 20. júní 2024 10:02
Elvar Geir Magnússon
Bentaleb veiktist skyndilega og er á sjúkrahúsi
Bentaleb veiktist skyndilega.
Bentaleb veiktist skyndilega.
Mynd: Getty Images
Nabil Bentaleb miðjumaður Lille í Frakklandi er á sjúkrahúsi eftir að hafa veikst skyndilega.

Þessi 29 ára alsírski landsliðsmaður hóf að leika aðalliðsfótbolta með Tottenham árið 2013 en hann kom til Lille frá Angers á síðasta ári.

Hann lék sem lánsmaður hjá Newcastle 2020 og á 52 landsleiki og fimm mörk fyrir Alsír.

Í yfirlýsingu Lille kemur fram að Bentaleb hafi samstundis verið fluttur á sjúkrahús og fái allan þann stuðning sem félagið geti veitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner