West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   fim 20. júní 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lineker biður Lampard afsökunar
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, hefur beðið Frank Lampard afsökunar á brandara sem vakti mikla athygli núna á dögunum.

Lineker starfar í dag sem þáttastjórnandi í kringum Evrópumótið en Lampard, sem einnig spilaði fyrir enska landsliðið á sínum ferlii, var með honum í setti sem sérfræðingur.

Lineker grínaðist með það í útsendingunni að enginn vildi horfa á aftan á höfuð á Lampard í dag þar sem hár hans væri farið að þynnast.

Lampard virtist ekki hafa sérlega góðan smekk fyrir brandaranum en Lineker hefur núna beðist afsökunar.

„Ég meinti þetta ekki eins og þetta kom út," sagði Lineker. „Frank er mjög fyndinn og ég held að honum sé sama. En ég sá þetta á samfélagsmiðlum og mér leið illa. Ég verð að biðjast afsökunar. Svona gerist í beinni útsendingu."

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Lineker var að grínast í Lampard.


Athugasemdir
banner
banner
banner