Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 20. júlí 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Richarlison safnaði 6,4 tonnum af mat
Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson eru liðsfélagar hjá Everton.
Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson eru liðsfélagar hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Richarlison er ekki búinn að gleyma uppruna sínum.

Richarlison er fótboltamaður sem hefur náð góðum árangri hingað til á ferli sínum. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni og brasilíska landsliðinu. Hann ólst ekki upp við frábærar aðstæður í Brasilíu en hefur komist langt þrátt fyrir það.

Hinn 22 ára gamli Richarlison hefur verið í heimalandi sínu í sumar þar sem hann spilaði í Suður-Ameríku bikarnum, keppni sem Brasilía vann í fyrsta skipti í 12 ár.

Hann fékk frí eftir keppnina og notaði tímann til að hjálpa til við góðgerðarleik í Nova Venecia, heimabæ sínum.

Richarlison birti mynd á Instagram þar sem hann sýndi árangurinn. Það safnaðist 6,4 tonn af mat fyrir fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda.

„Ef það er möguleiki á því að skipta örlitlu máli í lífi einhvers, ekki hugsa þig tvisvar um," skrifaði Richarlison.

Myndin er hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner