Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 20. júlí 2021 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elín Metta: Spennandi en veltur á Val hvað gerist
Kvenaboltinn
Áhugi á Elínu erlendis frá.
Áhugi á Elínu erlendis frá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði eitt í dag.
Skoraði eitt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, mér fannst við spila mjög vel í dag, komum sterkar inn í seinni hálfleik og keyrðum þá almennilega á þetta," sagði Elín Metta Jensen, einn af markaskorurum Vals, eftir sigur gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

„Ég var svo sem alveg sátt með fyrri hálfleikinn, það var einstaka sinnum sem það var kæruleysi í ykkur en mér fannst við halda heilt yfir fókus í seinni hálfleik. Mér fannst við sýna þvílíka baráttu og leikgleði í dag. Það var ótrúlega gaman að spila."

Hvað gefur þessi sigur liðinu eftir vonbrigðin gegn Breiðabliki á föstudaginn?

„Hann gefur liðinu virkilega mikið. Auðvitað er svekkjandi að vera dottnar út úr bikarnum en þá höfum við meiri fókus á þetta mót. Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust."

Frekar glatað
Elín var í leikbanni gegn Blikum. Hvernig var að vera upp í stúku í síðasta leik?

„Það var bara frekar glatað en mér fannst stelpurnar standa sig ótrúlega vel og gaman að fylgjast með því. En auðvitað var svekkjandi að að fá ekki að spreyta sig."

Veltur á Val hvað gerist
Elín var í morgun orðuð við ítalska félagið Inter og heyrst hefur af áhuga annarra liða erlendis. Er hún heit fyrir því að fara út ef rétt tilboð kemur?

„Já, alveg klárlega. Ég er samningsbundin Val en ég hef heyrt af þessum áhuga og mér finnst þetta spennandi. Það veltur á Val hvað gerist."

„Ég er alveg með einhvern metnað og það þarf að vera gott lið."


Elínu var að lokum stillt upp við vegg og var spurð hvort erlenda félagið þyrfti að vera betra lið en Valur.

„já,já, en það er erfitt að meta hvaða lið er betra en Valur," sagði hún að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir