Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 20. júlí 2024 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Þróttarar sóttu þrjú stig til Akureyrar
Lengjudeildin
Vilhjálmur Kaldal gerði sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok
Vilhjálmur Kaldal gerði sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 0 - 1 Þróttur R.
0-1 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('70 )
Lestu um leikinn

Þróttur R. vann Þór, 1-0, í 13. umferð Lengjudeildar karla á VÍS-vellinum í dag.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill. Fá upplögð marktækifæri. Rafael Victor átti fyrsta skot á mark á 22. mínútu en það fór beint á Þórhall Ísak Guðmundsson í markinu.

Auðunn Ingi Valtýsson, markvörður Þórs, gerði stuttu síðar mistök er hann setti boltann beint á Vilhjálm Kaldal Sigurðsson, leikmann Þróttar. Auðunn náði þó að bjarga sér með góðri vörslu.

Vilhjálmur gerði sigurmark Þróttara á 70. mínútu leiksins er hann náði að koma sér í góða skotstöðu og setja boltann í nærhornið. Þriðja mark Vilhjálms í sumar.

Þessi sigur gestanna kemur liðinu upp í 5. sæti deildarinnar með 18 stig en Þór nú í 7. sæti með 17 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner