Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. ágúst 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Marcelo: Við þurfum ekki fleiri leikmenn
Mynd: Getty Images
Brasilíski bakvörðurinn í liði Real Madrid, Marcelo, telur að liðið þurfi ekki að styrkja sig meira áður en að félagsskiptaglugginn lokar.

Real Madrid hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar en félagið hefur eytt 300 milljónum evra í nýja leikmenn. Enginn þeirra var þó í byrjunarliðinu þegar liðið sigraði Celta Vigo í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar um helgina.

„Við erum með gott lið og vitum það best sjálfir,“ segir Marcelo.

„Það er erfitt að vera að berjast um titla en ef við erum einbeittir og róum í sömu áttina þá getum við unnið þá alla. Við þurfum ekki frekari liðsstyrk.

Marcelo spilaði allar níutíu mínúturnar um helgina gegn Celta Vigo en Ferland Mendy var fenginn til félagsins í sumar til þess að auka samkeppnina í vinstri bakvarðar stöðunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner