Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. ágúst 2021 23:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ætlum að spila upp á sigur og sýna hvað við erum ótrúlega góðar"
Kristín Dís Árnadóttir
Kristín Dís Árnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við ætlum að bæta okkar árangur í Meistaradeildinni og við ætlum að klára þennan leik.
Við ætlum að bæta okkar árangur í Meistaradeildinni og við ætlum að klára þennan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ætluðum að láta það líta þannig út að það væri bara eitt lið á vellinum
Ætluðum að láta það líta þannig út að það væri bara eitt lið á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við fáum nóg af hvor annari heima þannig það er fínt að fá smá 'breik'
Við fáum nóg af hvor annari heima þannig það er fínt að fá smá 'breik'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir á morgun litháensku meisturunum Gintra í úrslitaleik um sæti í 32-liða Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram í Litháen. Breiðablik lagði færeysku meistarana í KI Klaksvik, 7-0, í leiknum til þess að komast í úrslitaleiknum gegn Gintra.

Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag og var hún spurð út í verkefnið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  0 KÍ Klaksvík

Stærra lið en fólk heldur
„Mér líst mjög vel á þennan leik á morgun, við erum allar mjög vel gíraðar og spenntar fyrir þessum leik," sagði Kristín Dís.

Hvernig meturu styrkleika Gintra?

„Við horfðum á þær spila á móti eistneska liðinu, það var frekar jafn leikur en þær voru þó sterkari en þær eistnesku. Þær eru sterkari en færesyka liðið, þær hafa tvisvar sinnum spilað í 16-liða úrslitum síðustu sjö ár og er miklu stærra lið heldur en fólk heldur. Þetta er risalið en við förum allar í þennan leik til að vinna hann."

„Ég fer ekki inn í þennan leik með einhverja 50:50 nálgun. Við ætlum að spila upp á sigur og sýna hvað við erum ótrúlega góðar. Við ætlum að bæta okkar árangur í Meistaradeildinni og við ætlum að klára þennan leik."


Mjög gott fyrir hópinn
Hvernig er búið að vera úti í þessu verkefni?

„Það er búið að vera mjög gaman, fengum smá skell fyrir ferðina en ég held að það hafi verið mjög gott fyrir okkur að koma saman, ná upp liðsandanum og stemningu. Við erum með mikið breytt lið og við höfum náð að þjappa okkur vel saman. Mér finnst það hafa gengið mjög vel.

Náiði að ýta þessum skell gegn Val til hliðar í þessu verkefni?

„Já, við tókum þetta bara út á laugardeginum eftir leikinn og byrjuðum að hugsa um þetta verkefni. Við ætlum að komast sem lengst í Meistaradeildinni. Við litum á að það væri bara bjart framundan, bikarúrslitaleikur og svona þó að þetta væri orðið erfitt í deildinni. Við vorum ekkert að hugsa um þennan Valsleik þegar við vorum upp í flugvél á leiðinni út."

Hef alveg æft á verri völlum
Við hverju bjuggust þið þegar þið fóruð út í þetta verkefni?

„Við fórum með það sem markmið að vinna þessa tvo leiki og komast áfram í 32-liða úrslitin. Við vissum svo sem lítið um þessi lið en við vissum að liðin væru með yfirburði í sínum deildum."

Ég las viðtal við systur þína þar sem hún var lýsa aðstæðunum. Hvernig aðstæður eru þetta?

„Aðstæðurnar eru svo sem alveg fínar, við áttum að æfa á keppnisvellinum en það var búið að rigna svo mikið að það átti að spara hann. Öll liðin hafa því verið að æfa á einhverjum sveitavelli. Þetta er svo sem alveg fínt, ég hef alveg séð það verra. Ég hef æft á verri völlum heldur en þessum."

„Við spilum svo á sama velli og gegn KÍ á morgun nema á morgun erum við skráðar sem gestalið."


Keyrðu yfir Færeyingana eftir fyrsta markið
Hvernig var að spila á móti KÍ Klaksvík?

„Við ætluðum bara að keyra yfir þær, sýna að við ætluðum í þennan úrslitaleik. Ég held að þær hafi bara sprungið eftir að við náðum loksins að opna þær eftir hálftíma eða svo, við keyrðum svo bara yfir þær í framhaldinu."

Var þetta lagt upp eins og leikur í Pepsi Max-deildinni?

„Við vorum eiginlega með sama upplegg já, vildum pressa þær hátt, vildum halda í boltann og ætluðum að láta það líta þannig út að það væri bara eitt lið á vellinum."

Setjum þá kröfu á okkur að fara áfram
Blikastrákarnir náðu að fara áfram í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar. Hafiði nýtt það sem hvatningu til þess að ná langt í ykkar verkefni?

„Það er auðvitað gaman að sjá hvað báðum liðum gengur vel. Við erum að gera þetta fyrir félagið, gera þetta fyrir okkur og viljum sýna hvað í okkur býr."

Það er væn summa í verðlaun ef Breiðablik kemst áfram og svo áfram úr næstu umferð. Finniði fyrir einhverri pressu á að klára þetta verkefni?

„Nei, í rauninni ekki. Ég held að engin hérna sé að spila upp á einhverja peninga. Við viljum gera okkur sjálfar stoltar, viljum fara áfram úr þessu verkefni og setjum þá kröfu á okkur að fara áfram."

Fá nóg af hver annarri heima
Systir þín, Ásta Eir, er í liðinu. Eruð þið herbergisfélagar í ferðinni?

„Heyðu nei, við erum ekki herbergisfélagar núna, við fáum nóg af hvor annari heima þannig það er fínt að fá smá 'breik'. Við erum eiginlega alltaf saman hérna samt, ekkert sem skilur okkur að," sagði Kristín Dís.
Athugasemdir
banner