Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vill byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
Davíð Smári eftir fyrsta sigurinn: Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
Hetja Framara valdi félagið fram yfir FH - „Getur ekki orðið betra"
Engar afsakanir hjá Gregg Ryder - „Spilum á heimavelli í næsta leik"
Hlegið þegar Rúnar mismælti sig - „Öskraði KR og KR fékk innkastið"
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
   lau 20. ágúst 2022 00:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar til í að fá HK upp í efstu deild: Geggjað að upplifa þetta
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru komnir í undanúrslit.
Blikar eru komnir í undanúrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur með sigurinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 sigur gegn HK í nágrannaslag í Mjólkurbikarnum.

Blikar eru komnir áfram í undanúrslitum og mæta þar Víkingum í mjög áhugaverðum leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

„Við höfum oft spilað betur en þessi staður, þessi stund og þessir andstæðingar - þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur fyrir okkur. Við vorum meðvitaðir um það frá því var dregið. Ég ætla að líta á úrslitin og vera stoltur af því að liðið sé komið í undanúrslitin," sagði Óskar.

Það kom honum ekkert á óvart að þetta var erfið viðureign. „Það kom mér alls ekki á óvart."

„HK er með gott lið og er í toppbaráttu í Lengjudeildinni. Bikarleikir lúta öðrum lögmálum en aðrir leikir. Þeir geta farið í allar áttir. Það skiptir engu máli í hvaða stöðum lið eru þegar þau mætast í bikarnum. Við höfum margoft séð það. Þeir voru vel skipulagðir, lögðu sig alla í þetta og lögðu allt sem þeir áttu á borðið. Það er vel gert hjá þeim og þeir gerðu okkur þetta mjög erfitt."

„Þeir eiga hrós skilið fyrir það. HK er þannig lið að þeir eru með gæði fram á við. Á meðan staðan var 0-0 og þegar staðan var 0-1 þá var maður aldrei fullkomlega í rónni. Þeir eru með Oliver Haurits, þeir eru með Ásgeir Marteins, Örvar Eggerts, Arnþór Ara og fullt af góðum leikmönnum sem eru ógnandi, þurfa lítið pláss og lítinn tíma til að refsa."

Stemningin í Kórnum var heilt yfir frábær og andrúmsloftið rafmagnað. Hávaðinn var meiri þar sem leikurinn var innanhúss. Óskar segir að það sé geggjað að upplifa þessa stemningu þó það séu skemmd epli inn á milli.

„Við þekkjum þetta eftir að hafa komið hingað síðustu tvö ár í deildinni. Ég get rétt ímyndað mér hvernig það er fyrir handbolta- og körfuboltaþjálfara að stýra sínum liðum í úrslitakeppninni. Þetta er öðruvísi og hávaðinn er svakalegur. Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi áhrif á menn, þetta eru svakaleg læti. Það er geggjað að upplifa þetta. Þetta eru skemmtilegir leikir og þeir eru enn skemmtilegri þegar þú nærð að komast í burtu með sigur," sagði Óskar.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan en Óskar vonast til þess að HK verði í efstu deild á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner