Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
   þri 20. ágúst 2024 20:51
Sölvi Haraldsson
Gunnar: Það er þungt inni í klefa
Kvenaboltinn
Nei Gunnar þetta var vissulega ekki 8-0 tap.
Nei Gunnar þetta var vissulega ekki 8-0 tap.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Já ég er ánægður með frammistöðuna. Það var ekkert 8-0 sko. Varst það ekki þú (undirritaður) sem spáðir því eða? Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum. Þær lögðu allt í verkefnið og ég er ótrúlega stoltur af þeim. Það er sárt að uppskera ekkert eftir frábæran varnarleik í dag. Það er einn hluti af leiknum, það er að spila góða vörn og þær gerðu það svo sannarlega í dag. Frammistaðan virkilega góð en súrt að fá ekkert út úr þessu.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-0 tap gegn Val í dag.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Fylkir

Hvað var upplegg Fylkis komandi inn í leikinn?

Við gerum okkur grein fyrir því að við erum að spila á móti eitt af bestu liðum landsins og nýkrýndum bikarmeisturum með bullandi sjálfstraust og geggjaðan leikmannahóp. Við settum leikinn bara eðlilega upp að liggja til baka og loka vel. Mér fannst það takast vel. Varnarleikurinn hefur verið góður og líka á móti þessum liðum, Brieðablik og Val. Uppleggið var það, að sitja til baka og sækja hratt. Heilt yfir frábær frammistaða.“

Gunnar segir að stelpurnar séu súrar að hafa ekki náð að halda 0-0 út leikinn.

Þeir eru búnar á því stelpurnar. Það fór gríðarleg orka í þennan leik. Þú sást það bara að þær lögðu líf og sál í þennan leik. Þannig þegar svo er og leggur mikið undir er þetta sárt. Það er þungt inni í klefa. Að koma hérna á Hlíðarenda og tapa 2-0 er engin skömm. Stelpurnar voru mjög súrar og svekktar inni í klefa eftir leik sem sýnir keppnisandann og hvað býr í þessum stelpum.

Er mikil bjartsýni í hópnum að halda sér uppi í deildinni?

„Stelpurnar hafa verið frábærar. Það er hugur í þeim að fara á fullu í þessa leiki og reyna að halda félaginu í deild þeirra bestu. Við þurfum að nýta þetta og nýta það til góðs. Það er gróðarlega mikilvægt.

Gunnar er ánægður að sjá mikilvæga leikmenn snúa til baka úr meiðslum.

Það er jákvætt að við séum að fá leikmenn til baka. Á skýrslu er Tinna Harðar sem hefur ekki spilað síðan í 5. umferð, Amelía Rún hefur ekki spilað í sumar og þá hefur Guðrún Karítas aðeins verið í meiðslum. Hún var hvíld alveg í dag. Fanney er að koma til baka. Þetta eru allt leikmenn sem spila fram á við. Sóknarleikur hefur verið okkar sterkasta von seinustu tímabil. Við höfum náð að byggja ofan á varnarleikinn. Hann hefur verið góður. Fyrir þessa umferð voru aðeins tvö lið búin að fá á sig færri mörk en við í seinni umferðinni. Það er eitthvað sem er hægt að byggja á.“ sagði Gunnar Magnús að lokum.

Nánar er rætt við Gunnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir