Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   þri 20. ágúst 2024 20:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Besti leikur okkar á tímabilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög sáttur, þetta var fyrir Hemma liðsstjórann okkar, við vitum hvað það þýðir. Frá fyrstu mínútu vorum við frábærar. Þetta var okkar besti leikur á tímabilinu." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 sigur á Þrótti í Bestu deild Kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Breiðablik

Breiðabliksliðið var í raun eina liðið á vellinum í fyrri hálfleik og var munurinn síst of stór þegar flautað var til hálfleiks.

„Við unnum boltann alltaf strax til baka þegar við misstum hann. Það hefði verið auðvelt að mæta hérna og leggja sig ekki alla fram eftir tapið í bikarúrslitaleiknum. Það var mikilvægt að ná markinu rétt fyrir hálfleik og við áttum það skilið."

Samantha Smith lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Blika eftir að hafa komið frá FHL við gluggalok. Hún var allt í öllu og var best á vellinum.

„Hún gerði allt sem ég vonaðist til og átti þátt í öllum mörkunum. Hún var frábær eins og margar aðrar í dag, fótboltinn sem við spiluðum var mjög góður og ég er glaður að hún byrji vel og hún getur tekið það sem veganesti fyrir lok tímabilsins"

Enn og aftur unnu Blikar og Valur sína leiki og munurinn er eitt stig Val í vil, allir leikir héðan í frá eru hálfgerðir úrslitaleikir.

„Ég lít á það svoleiðis. Við mættum hér í dag gegn góðu liði og gerðum það sem við þurftum. Framundan er erfiður leikur við Víking á sunnudaginn. Sex leikir eftir og við þurfum að vinna þá alla."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner