Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   þri 20. ágúst 2024 20:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Besti leikur okkar á tímabilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög sáttur, þetta var fyrir Hemma liðsstjórann okkar, við vitum hvað það þýðir. Frá fyrstu mínútu vorum við frábærar. Þetta var okkar besti leikur á tímabilinu." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 sigur á Þrótti í Bestu deild Kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  4 Breiðablik

Breiðabliksliðið var í raun eina liðið á vellinum í fyrri hálfleik og var munurinn síst of stór þegar flautað var til hálfleiks.

„Við unnum boltann alltaf strax til baka þegar við misstum hann. Það hefði verið auðvelt að mæta hérna og leggja sig ekki alla fram eftir tapið í bikarúrslitaleiknum. Það var mikilvægt að ná markinu rétt fyrir hálfleik og við áttum það skilið."

Samantha Smith lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Blika eftir að hafa komið frá FHL við gluggalok. Hún var allt í öllu og var best á vellinum.

„Hún gerði allt sem ég vonaðist til og átti þátt í öllum mörkunum. Hún var frábær eins og margar aðrar í dag, fótboltinn sem við spiluðum var mjög góður og ég er glaður að hún byrji vel og hún getur tekið það sem veganesti fyrir lok tímabilsins"

Enn og aftur unnu Blikar og Valur sína leiki og munurinn er eitt stig Val í vil, allir leikir héðan í frá eru hálfgerðir úrslitaleikir.

„Ég lít á það svoleiðis. Við mættum hér í dag gegn góðu liði og gerðum það sem við þurftum. Framundan er erfiður leikur við Víking á sunnudaginn. Sex leikir eftir og við þurfum að vinna þá alla."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir