Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 13:28
Elvar Geir Magnússon
„Segir sig sjálft að það er eitthvað að"
Það verður rosalegur leikur á Eimskipsvellinum á morgun.
Það verður rosalegur leikur á Eimskipsvellinum á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding kemur í heimsókn í Laugardal.
Afturelding kemur í heimsókn í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lokaumferð Inkasso-deildarinnar fer fram á morgun en spennan í fallbaráttunni er mikil, fimm lið eru í lífsbaráttu.

Þróttur er í fallsæti og mætir Aftureldingu í innbyrðis fallslag en hér er nánari útskýring á lokaumferðinni.

Úlfur Blandon, sérfræðingur um Inkasso-deildina, talaði um það fyrir nokkrum vikum að Þróttur gæti endað í fallbaráttu.

„Mér fannst andinn og áran yfir félaginu vera þannig að leikmennirnir voru búnir að missa trú á verkefninu. Menn virtust nálgast þetta af værukærð. Mér fannst alveg líklegt að þeir gætu sogast ofan í þessa fallbaráttu," segir Úlfur í Inkasso-horninu.

„Það er ekki auðvelt að koma til baka eftir þrjá tapleiki í röð. Hvert tap brýtur þig niður og þá er hægt að lenda í vandræðum."

Þórhallur Siggeirsson, ungur þjálfari Þróttar, er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í meistaraflokki.

„Ef maður skoðar hópinn þá er þetta hörkulið. Það eru reynslulausir þjálfarar sem hafa ekki lent áður í þessari stöðu. Þú þarft að þora að taka áhættu en líka að vera passífur. Þetta er gríðarlegur skóli fyrir Þórhall," segir Úlfur.

„Þróttur Reykjavík á ekki að sætta sig við neitt annað en toppbaráttu í Inkasso-deildinni. Það segir sig sjálft að það er eitthvað að, eitthvað sem þarf að laga. Sem þjálfari þarftu að líta í eigin barm og sjá hvað þú hefðir getað gert betur."

„Þetta eru tveir þjálfarar sem fara inn í þennan leik með háan blóþrýsting. Ég held að sá þjálfari sem nái að halda sér rólegum og haldi í leikáætlunina og stilli upp á réttan máta og vinni þennan leik. Þetta fer ekki jafntefli held ég," segir Úlfur.

Hann og Baldvin Már Borgarsson, sérfræðingar þáttarins, búast við hörkuleik.

„Afturelding er með fínt lið og það er gott verkefni í gangi. Mér finnst þeir hafa sýnt það í síðustu leikjum. Þeir hafa verið að gera jafntefli í fallbaráttuslagnum en þessi 5-0 sigur gegn Gróttu var magnaður. Komu, börðust, djöfluðust og hentu sér fyrir allt," segir Baldvin.


Athugasemdir
banner