Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
   mið 20. september 2023 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Þetta er alltaf jafn mikið þakklæti og alltaf jafn mikið stolt
Þetta er alltaf jafn mikið þakklæti og alltaf jafn mikið stolt
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Við erum eins og hálfgerðar drottningar, komið rosalega vel fram við okkur og passað að það sé allt eins gott og hægt er.
Við erum eins og hálfgerðar drottningar, komið rosalega vel fram við okkur og passað að það sé allt eins gott og hægt er.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er svolítið skrítið fyrir mig og okkur eldri að við séum allt í einu orðnar eldri leikmennirnir.
Það er svolítið skrítið fyrir mig og okkur eldri að við séum allt í einu orðnar eldri leikmennirnir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er rosalega flókið, en skilst að þetta sé sanngjarnt fyrirkomulag og við vitum að við þurfum að ná í góð úrslit til að tryggja okkur beint á EM, en það er ekki útilokað að komast á EM ef við endum ekki í efstu tveimur sætunum. Eins og alltaf er markmiðið að fara inn í hvern leik og ná í þrjú stig. Við ætlum að byrja á leiknum á móti Wales og svo tökum við stöðuna eftir það."

Sagði landsliðskonan Sandra María Jessen fyrir æfingu í dag.

Allir leikir úrslitaleikir
Er leikurinn á móti Wales úrslitaleikur?

„Á maður ekki að segja að allir leikir séu úrslitaleikir? Ef maður horfir á það þannig þá er þetta klárlega úrslitaleikur og við ætlum í þann leik til að ná í þrjú stig, þetta er okkar heimavöllur og hér ætlum við að bjóða öllum liðum upp á alvöru leik."

„Það samt þýðir ekki að við ætlum ekki að reyna líka við þrjú stigin í Þýskalandi. Þær þýsku eru búnar að vera svolítið vængbrotnar undanfarið, erfitt gengi og það er eitthvað sem við eigum að reyna nýta okkur og munum klárlega reyna að gera."

„Við byrjum á heimaleiknum gegn Wales á föstudag og svo tökum við stöðuna eftir það."


Fylgist vel með þýska liðinu
„Ég fylgist vel með þýska liðinu. Ég hef spilað með tveimur sem eru í landsliðshópnum og þekki þær ágætlega. Svo hef ég spilað í þýsku deildinni, þekki vel til leikmannanna og finnst gaman að fylgjast með þeim."

Verið markmiðið frá því Sandra varð ólétt
Sandra sneri fyrr á þessu ári til baka í landsliðið eftir tæplega tveggja og hálfs árs fjarveru.

Hún er í þessari viku að æfa aftur með landsliðinu á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í um þrjú ár.

„Þetta er ótrúlega góð tilfinning og klárlega búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt," sagði Sandra sem eignaðist dóttur árið 2021.

„Nú er undir mér komið að nýta tækifærið og reyna sýna og sanna að maður eigi heima í þessum hóp, ekki bara núna í þessu verkefni, heldur til lengri tíma."

„Þetta er alltaf jafn mikið þakklæti og alltaf jafn mikið stolt."

„Hópurinn er talsvert breyttur, nýir leikmenn að koma inn, en það þarf ekki að þýða að gæðin séu að minnka. Þetta eru leikmenn sem eru klárir í þetta verkefni og við treystum alveg 100%."

„Það er svolítið skrítið fyrir mig og okkur eldri að við séum allt í einu orðnar eldri leikmennirnir. Mér finnst bara rosalega góð stemning í hópnum og finnst allir leikmenn koma með sín gæði og koma með eitthvað að borðinu. Samblandan í hópnum er rosalega góð."


Komið fram við þær eins og hálfgerðar drottningar
Finnuru fyrir breytingum í kringum landsliðið?

„Það er alltaf jákvæð þróun, alltaf verið að reyna gera betur. Við erum eins og hálfgerðar drottningar, komið rosalega vel fram við okkur og passað að það sé allt eins gott og hægt er. Það er ekki hægt að kvarta neitt."

Klár ef kallið kemur
Geriru ráð fyrir að spila á föstudaginn?

„Ég vonast til þess, vonast alltaf til þess að spila. Ég er klár ef kallið kemur, en það liggur bara á Steina. Vonandi, mín vegna, að það verði," sagði Sandra.

Hún ræðir um tímabilið hjá Þór/KA og sína framtíð í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner
banner
banner