Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 20. september 2023 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Þetta er alltaf jafn mikið þakklæti og alltaf jafn mikið stolt
Þetta er alltaf jafn mikið þakklæti og alltaf jafn mikið stolt
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Við erum eins og hálfgerðar drottningar, komið rosalega vel fram við okkur og passað að það sé allt eins gott og hægt er.
Við erum eins og hálfgerðar drottningar, komið rosalega vel fram við okkur og passað að það sé allt eins gott og hægt er.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er svolítið skrítið fyrir mig og okkur eldri að við séum allt í einu orðnar eldri leikmennirnir.
Það er svolítið skrítið fyrir mig og okkur eldri að við séum allt í einu orðnar eldri leikmennirnir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er rosalega flókið, en skilst að þetta sé sanngjarnt fyrirkomulag og við vitum að við þurfum að ná í góð úrslit til að tryggja okkur beint á EM, en það er ekki útilokað að komast á EM ef við endum ekki í efstu tveimur sætunum. Eins og alltaf er markmiðið að fara inn í hvern leik og ná í þrjú stig. Við ætlum að byrja á leiknum á móti Wales og svo tökum við stöðuna eftir það."

Sagði landsliðskonan Sandra María Jessen fyrir æfingu í dag.

Allir leikir úrslitaleikir
Er leikurinn á móti Wales úrslitaleikur?

„Á maður ekki að segja að allir leikir séu úrslitaleikir? Ef maður horfir á það þannig þá er þetta klárlega úrslitaleikur og við ætlum í þann leik til að ná í þrjú stig, þetta er okkar heimavöllur og hér ætlum við að bjóða öllum liðum upp á alvöru leik."

„Það samt þýðir ekki að við ætlum ekki að reyna líka við þrjú stigin í Þýskalandi. Þær þýsku eru búnar að vera svolítið vængbrotnar undanfarið, erfitt gengi og það er eitthvað sem við eigum að reyna nýta okkur og munum klárlega reyna að gera."

„Við byrjum á heimaleiknum gegn Wales á föstudag og svo tökum við stöðuna eftir það."


Fylgist vel með þýska liðinu
„Ég fylgist vel með þýska liðinu. Ég hef spilað með tveimur sem eru í landsliðshópnum og þekki þær ágætlega. Svo hef ég spilað í þýsku deildinni, þekki vel til leikmannanna og finnst gaman að fylgjast með þeim."

Verið markmiðið frá því Sandra varð ólétt
Sandra sneri fyrr á þessu ári til baka í landsliðið eftir tæplega tveggja og hálfs árs fjarveru.

Hún er í þessari viku að æfa aftur með landsliðinu á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í um þrjú ár.

„Þetta er ótrúlega góð tilfinning og klárlega búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt," sagði Sandra sem eignaðist dóttur árið 2021.

„Nú er undir mér komið að nýta tækifærið og reyna sýna og sanna að maður eigi heima í þessum hóp, ekki bara núna í þessu verkefni, heldur til lengri tíma."

„Þetta er alltaf jafn mikið þakklæti og alltaf jafn mikið stolt."

„Hópurinn er talsvert breyttur, nýir leikmenn að koma inn, en það þarf ekki að þýða að gæðin séu að minnka. Þetta eru leikmenn sem eru klárir í þetta verkefni og við treystum alveg 100%."

„Það er svolítið skrítið fyrir mig og okkur eldri að við séum allt í einu orðnar eldri leikmennirnir. Mér finnst bara rosalega góð stemning í hópnum og finnst allir leikmenn koma með sín gæði og koma með eitthvað að borðinu. Samblandan í hópnum er rosalega góð."


Komið fram við þær eins og hálfgerðar drottningar
Finnuru fyrir breytingum í kringum landsliðið?

„Það er alltaf jákvæð þróun, alltaf verið að reyna gera betur. Við erum eins og hálfgerðar drottningar, komið rosalega vel fram við okkur og passað að það sé allt eins gott og hægt er. Það er ekki hægt að kvarta neitt."

Klár ef kallið kemur
Geriru ráð fyrir að spila á föstudaginn?

„Ég vonast til þess, vonast alltaf til þess að spila. Ég er klár ef kallið kemur, en það liggur bara á Steina. Vonandi, mín vegna, að það verði," sagði Sandra.

Hún ræðir um tímabilið hjá Þór/KA og sína framtíð í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst.

Leikurinn á föstudag hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða.
Athugasemdir
banner
banner